Læknablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ
177
lagzt á. En auk þess getur haun komið fyrir í fingrum og
lungum og sennilega, hvar sem er í líkamanum. 1 fingrunum
hefur hann valdið Raynaud’s fenomeni, en í lungunum leiðir
hann til háþrýstings í lungnaslagæðum.
Því hefur verið haldið fram, að neikvæð fylgni sé milli æða-
kölkunar og arthritis rheumatoides, að sjúklingar með A.R. hefðu
minni æðakölkunarbreytingar en aðrir. Fleiri munu á þeirri skoð-
un, að engin slík neikvæð fylgni eigi sér stað. 1 bláæðum virðist
ekki aukin hætta á segamyndun, en hins vegar virðist aukin hætta
á segamyndun í nýrnabláæðum.
Lungu
Sjúklingum með arthritis rheumatoides hættir til sjúkdóma í
öndunarfærum. 1 lungum koma fyrir margvíslegir sjúkdómar.
Þar má nefna noduli eins og koma fyrir í leðurhúðinni, og Caplans
syndrom, en það er fjöldi noduli rheumatoides í lungum fólks með
lungnaryk (pneumoconiosis), arteritis focalis og arteritis necro-
ticans, hronchiolitis, pneumonitis interstitialis og fibrosis pulmon-
um interstitialis diffusa. Yfirleitt er um framangreindar breyting-
ar það að segja, að þær eru ekki einkennandi fyrir sjúkdóminn.
1 miðtaugakerfinu sést einstaka sinnum hópur af litlum æða-
stíflum, svipað og oftast sést við polyarteritis nodosa. Noduli sjást
í dura.
1 þverrákóttum vöðvum sést rýrnun (atrofia), sem leiðir af
stirðnun beinagrindarinnar. Menn hafa einnig tekið eftir ]>ví, að
oft sést staðbundin íferð lymphocyta í þverrákótta vöðva.
Það, sem hefur verið ritað hér að framan, er að mestu tekið
úr: „Pathology of the Connective Tissue Diseases“ eftir D. L.
Gardner, sem gefin var út í fyrsta sinn árið 1965 af Edward
Arnold. Þaðan eru töflurnar tvær teknar, svo og teikning ál75.hls.
Höfundur þakkar Dr. D. L. Gardner, og útgefanda, birlingar-
leylið.