Læknablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 64
180
LÆKNABLAÐIÐ
giktarskemnidum í stærri liðum. Þá eru sýndar igiktarbreytingar
í fingurliðum.
Mikið af þeim breytingum, sem þarna voru sýndar, eru þeirrar
tegundar, sem fram undir þetta hefur verið lýst í bókum og tíma-
ritsgreinum sem „frumstigsbreytingum“, þ. e. þrenging liðbila,
bólga í liðpoka, afmarkaðar úrátur úr beini, holumyndanir og
brjóskáta nieð subcortical cystum, sem eru venjulega fylltar lið-
þeli, eins og lýst hefur verið.
1 Ijósi meinvefjamyndarinnar og ef í huga er höfð biodynamik
beinsins sjálfs, verður að telja sennilegt, að allt þetta, sem lýst
hefur verið og sýnt, eigi margra mánaða eða jafnvel ára aðdrag-
anda, auk þess sem sjúkdómurinn, sem betur fer, getur stöðvazt,
áður en til svo mikilla breytinga kemur. Við stöndum því í mikilli
þakkarskuld við Flemming Nörgárd og samstarfsmenn hans á
röntgendeild Kommunespítalans í Kaupmannahöfn, sem um nær-
felll tveggja áratuga skeið hafa markvisst unnið að því að röntgen-
greina frumeinkenni ríieumatoid arthritis.
Að lokum eru sýndar nokkrar myndir af þeim frumeinkennum,
Byrjandi beinbreytingar v. arthritis rheumatoides í phalangeo-
metacarpalliðum.