Læknablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ
167
Arinbjörn Kolbeinsson:
BLÓÐVATNSPRÓF
(við greiningu á Arthritis Rheumatoides)
Þau blóðvatnspróf, sem skipta mestu máli við greiningu á liða-
gikt (Arthritis Rheumatoides), eru fólgin í því að sýna fram á
sérstakt mótefni, sem nefnist giktarþáttur (Rheumatoid Factor)
(RF) í blóðvatni sjúklinga. Efni þetta er í flokki hinna stóru
gammaglóbúlína (19S) og hefur eiginleika mótefna, sem teljast
til makroglóbúlína. Þau tengjast vissum smærri glóbúlínsameind-
um (7S), sem bafa afbakazt (denaturerast) með nokkrum hætti.
1 slíkum samböndum koma smáu glóbúlíneindirnar (7S) fram
sem mótefnavaki (antigen).
Sambandið, sem myndast úr giktarþætti (RF) og afbökuðu
glóbúlíni (7S), er uppleysanlegt, og verður því ekki sýnileg Ijreyt-
ing í vökva, þegar þessi tvö eí'ni sameinast. Til þess að gera svör-
unina sýnilega eru blóðkorn eða gervikorn hjúpuð gammaglóbúl-
íni frá mönnum eða dýrum. Þannig hjúpuð korn eru næm (sensi-
tiv) fyrir samloðunarábrifum giktarglóbúlína (Rheumatoid Fac-
tor).
Próf fyrir giktarþætti má flokka á eftirfarandi hátt, og er ])á
lagt til grundvallar, hvaða tegund korna er notuð (blóðkorn eða
gervikorn), og einnig, hvort kornin eru hjúpuð gammaglóbúlíni
frá mönnum eða dýrum.
I. Próf með óbeinni blóðkornasamloðun (passiv
haemagglutination):
a) kindablóðkorn, gerð næm (sensitiseruð) með tilsvarandi
mótefni frá kanínum (Rose-Waaler próf); b) rauð blóðkorn frá
öðrum dýrum: hundum, rottum, músum, naggrísum, gerð næm
með tilsvarandi mótefnum; c) mannablóðkorn, gerð næm með
ófullkomnum mótefnum (Múllers-próf).
II. Sýklasamloðunarpróf:
a) keðjusýklasamloðun (streptokokka agglutination), b) sam-
loðunarpróf með Brusella-sýklum, hjúpuðum ófullkomnum mót-
efnum.