Læknablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ
171
Hrafn Tulinius:
VEFJABREYTINGAR
Arthritis rheumatoides er langvinnur sjúkdómur, sem fyrst og
mest sýkir liði, en veldur þó einnig breytingum i mörgum öðrum
líffærum. Samkvæmt því verður liðahreytingum lýst fyrst, en
aðrar skemmdir gerðar að umtalsefni á eftir. Sjúkdómurinn leiðir
yfirleitt ekki til hana, þ. e. hann er sjaldan bein dánarorsök. Eng-
in einstök vefjabreyting er einkennandi (pathognomonisk) fyrir
sjúkdóminn (sjá síðar).
Liðabreytingar
Liðabreytingarnar koma fram sem:
1. liðþelsbólga (synovitis),
2. fibrinoidmyndun,
3. liðvökvabreytingar,
4. brjóskeyðing,
5. pannus-myndun,
(5. breytingar í liðpokum og liðhöndum,
7. hreytingar í taugum og æðum í næsta
umhverfi við liðina, og
8. breytingar í beinum.
Verða þær ræddar í þessari röð. Rétt er þó að leggja álierzlu
á það í upphafi, að þótt álitið sé, að liðþelshólgan sé það, sem fyrst
gerist, og að sumra áliti hin mikilvægasta af liðhreytingunum,
eiga þessar breytingar sér að öðru leyti stað samtímis; liðurinn
eyðileggst allur, eftir að hreytingarnar eru koinnar af stað.
Liðþelsbólga
1 upphafi er hráð bólga í stratum synoviale. Villi eru bólgnir,
með þöndum, blóðfylltum æðum, bjúg og hólgufrumuiferð. Þess-
ar bólgufrumur eru aðallega lymfocytar og plasmafrumur. Lym-
focytarnir hafa tilhneigingu til að hópa sig nokkuð saman, eink-
um uppi undir stratum synoviale. Slöku sinnum myndast kím-
sentur. Frumur liðljelsins skipta sér, og sést oft, að komið er tvö-
falt lag af frumum í stað hins einfalda, sem eðlilegt er. Rafeinda-
smásjárrannsóknir hafa sýnt, að um tvenns konar frumur er að
ræða í þelinu, A- og R-gerð. A-gerðin eru átfrumur, en E-gerðineru
secretoriskar frumur og framleiða væntanlega liðvökvann. Þess-