Læknablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ
163
af 11 atriðum eru fyrir hendi. Þar næst vís (definite) liðagikt með
5 atriði og loks sennileg liðagikt, með 4 atriði. Sjúkdómsmerkin
þurfa að hafa staðið í sex vikur samfleytt, til þess að lelja megi
liðagikt dæmigerða eða vísa, en fjórar vikur, svo að hún sé senni-
leg. Þar sem ýmis þessara sjúkdómsmerkja eru ekki bundin liða-
gikt eingöngu, var gerður listi 22ja líkra sjúkdóma, sem liafa
skyldi til hliðsjónar við greininguna. Væri einhver þeirra fyi'ir
hendi, skyldi það útiloka liðagikt eða draga mjög úr líkum fyrir
þeim sjúkdómi.
Ljóst liggur fyrir við lestur þessara atriða, að ekki er allur
vandi leystur með þeim. Skilmerki margra giktsjúkdóma eru
óljós, eins og eðlilegt er, þegar orsakir eru óþekktar. Dæmi eru til
þess, að Reiters syndrom og spondylitis anchylopoietica hafi end-
að sem dæmigerð liðagikt. Ekkert er heldur því til fyrirstöðu, að
fólk með lungnasjúkdóm ellegar ])lóðsjúkdóm fái liðagikt. Gildi
þessara atriða er fyrst og fremst það, að þau eru tilraun til að
skipta í kerfi merkjum sjúkdóms, hvers orsakir við vitum ekkert
um. Þau gera greininguna skýrari og auðvelda skilning á niður-
stöðum rannsókna víðs vegar að.
Til hjálpar við greininguna eru rannsóknir á blóðvatni, lið-
vökva, vefjum svo og röntgenrannsókn liða. Aðrir ræðumenn gera
þessum þáttum skil. Hér verður aðeins minnzt á þau alriði, sem
fram geta komið við skoðun og viðtal.
Nákvæm sjúkrasaga og sjúkdómslýsing verður aldrei oflofuð.
Upplýsingar um atvinnu og aðrar kringumstæður varpa oft ljósi
á einkenni, sem ella vrðu óskýrð. T. d. er algengt, að þunglyndi
og andleg spenna orsaki lið- eða vöðvaverki. Saga um morgunstirð-
leika er mikilvæg, og upplýsingar um, hve langan tíma hann tek-
ur að hverfa, má ekki vanta.
Við skoðun skiptir meginmáli að gera sér grein fyrir, hvort
óþægindi sjúklings stafi frá liðum eða hvort um vöðvaverki eða
leiðsluverki sé að ræða. Athuga þarf alla liði, að hryggjarliðum og
kjálkaliðum meðtöldum, og eins að líta eftir húðhita, lil og raka-
stigi, sjáanlegum þrota og vöðvarýrnun, sem stundum sést
snemma. Þar næst verður að þukla liði m. t. t. bólgu, eymsla,
vökva og núningsmótstöðu og síðan athuga hreyfanleika.
Gott er að hafa í huga, að fólk með lítt virka liðagikt hefur
stundum teygjanlegri liðbönd og lausari liði en heilbrigt fólk á
sama aldri. Gá þarf að giktarhnútum við sinar og beinbrúnir og
tophi á eyrum. Sé vökvi í lið, getur hann veitt töluverðar upp-
lýsingar um þann sjúkdóm, sem veldur vökvasafninu.