Læknablaðið - 01.04.1970, Blaðsíða 18
42
LÆKNABLAÐIÐ
SJÚKLINGUR
Sjúklingur er 48 ára gömul kona, sem áður hefur verið heil-
ljrigð, að undanteknu nýrnasteinakasti, sem hún fékk um 18 ára
aldur. Mörgum árum áður liafði hún vott af blöðrubólgu. Hún
hafði í nokkur ár tekið ýmis lyf við æðakrampa (migraene), m.a.
anervan (ergotamin tartrat) og hydergin, en hæði sjaldan og i
fremur litlum skömmtum og ekki síðustu þrjár vikur fyrir komu.
Síðustu tvær vikur fyrir komu hafði hún fundið fyrir þreytu,
slappleika og hitaslæðingi og er nú lögð inn í skyndi með 40 stiga
hita, kuldahroll, verk í v. síðu og v. nýrnatractus. Við skoðun var
kviður nokkuð loftþaninn, eymsli yfir v. nýra, sem geislaði niður
undir nára. Sökk var 120 mm/klst. Hb. 9,1 gr% og varð lægst
7,8 gr%. Kreatinin 1,2 mg%. S-protein 6,4 gr%, en sérmælingar
á globulin og albumin voru ekki framkvæmdar. Blóðþrýstingur
130/70. I þvagi fundust ekki bakteríur, en við smásjárskoðun mik-
ið af rauðum og hvítum hlóðkornum og einstöku epithel.
I.v. pyelografia (i.v.p.) sýndi seinkaðan útskilnað og létta
víkkun á vinstri nýrnaskjóðu og þvagleiðara niður að keilulaga
jjrengslum, sem voru í hæð við lendabol III. Blöðruspeglun sýndi
nokkurn roða í blöðrunni til vinstri upp að vinstra þvagleiðaropi.
Leggur var þræddur upp í vinstra nýra, og var viðnám 18 cm frá
blöðru, en rann síðan án fyrirstöðn upp í nýrað. Ræktun frá þessu
nýra daginn eftir sýndi E. coli yfir 100 þús., og var sjúklingur
settur á viðeigandi lyf.
Hiti og almenn líðan var óbreytt næstu daga, en fimrn dögum
eftir komu, hinn 8.3., var gerð i.v.p., og var þá mjög lítill útskiln-
aður frá v. nýra með aukinni víkkun þeim megin og nú einnig
byrjandi víkkun á hægra nýra og þvagleiðara niður að IV. lendar-
lið. Á öllum i.v.p., sem teknar voru, sást viss dráttur á jmigleið-
ara að miðju.
Hinn 9.3. var gerð nephrostomia vinstramegin, og fundust j)á
hreiðar og jiykkar örvefsbreiður bak við kviðarholshinmu (retro-
peritonealt) frá nýra og niður undir promontorium. Þrátt fyrir
J)etta hækkar kreatinin og verður hæst 7,5 mg%, en eftir að legg-
ur var þræddur upp í hægra nýra, féll kreatinin niður í 1,5 mg%.
Hinn 28.3. sýndi retrograd pyelografia h. megin verulega víkk-
un, sem byrjaði 10 cm fyrir neðan nýrað og var á u.þ.b. 10 cm
löngu svæði. Voru útlínur á j)essu svæði mjög óreglulegar.
Hinn 8.4. er skorið inn á nýrað h. megin og gerð nephrostomia.
Finnast þá víðáttumiklar örvefshreytingar ])ak við kviðarhols-
himnu, sem byrja kringum nýrnaskjóðu og ná alveg niður að