Læknablaðið - 01.04.1970, Blaðsíða 30
52
LÆKNABLAÐIÐ
virðist með einkennum sínum, endurspeglað mynd ofnæmissjúk-
dóma. Líkist meinafræðilega myndin auk þess mjög þeim breyt-
ingum, sem finnast við periarteritis og svipaða sjúkdóma, sem
flokkaðir hafa verið undir kollagenosis.
Suby skýrir frá fimm sjúklingum, sem tekið höfðu sansert og
töldust bafa þá sjúkdómsmynd, sem er einkennandi fyrir R.F.26
Eftir að hætt var sansertgjöf, varð i.v.p. eðlilegt á ný og sjúkling-
ar heilbrigðir. Elkind lætur gera i.v.p. á 114 sjúklingum, sem tóku
methysegide maleat og höfðu tekið í sex mánuði eða lengur.8
Höfðu þessir sjúklingar engin einkenni frá þvagfærum. Fannst
sérkennandi mynd hjá Jjremur, sem benti á R.F. Eftir að hætt
var lyfjagjöf hjá þessum þremur sjúklingum, var i.v.p. eðlilegt
hjá tveimur, en hjá hinum þriðja aðeins að nokkru leyti.
Ráðleggur Elkind, að tekið sé i.v.p. á sex mánaða fresti hjá
þessum sjúklingum, sem taka antiserotoninlyf.
Sansert og fleiri slík lyf voru fyrst notuð um miðjan 6. tug
aldarinnar. R.F. er fyrst lýst árið 1948, og gæti það gefið ákveðn-
ar vísbendingar, því að um það leyti koma fram mörg ný lyf efna-
fræðilega framleidd (syntetisk) og önnur, ekki hvað sízt fúkka-
lyf. Mörg þessara lyfja hafa einmitt valdið „anaphylaktiskum“
verkunum.
Gerlasýkingarkenningin hefur átt þó nokkra formælendur,
svo sem Vest,28 Mulvaney.16 Hinn síðarnefndi bendir á, að hjá
þremur sjúklingum hans sé engan annan samnefnara að finna en
gerlasýkingu. Meðal þessara þriggja sjúklinga fundust þó örvefs-
breytingar umhverfis þvagleiðara, en ekki eins og er einkennandi
við R.F., þar sem örvefsþykknið teygir sig frá miðlínu og út til
Idiðar.
Cibert skýrir frá 25 tilfellum,6 þar sem vefjarannsókn sýndi
óspecifica lympho-plasmo-cytiskan örvef og þar sem í öllum til-
fellum var gerlasýldng í sjúkrasögu, svo sem í þvagfærum, botn-
langa, graftarkýli og fleira.
Rehrens hafði sjúkling með „purulent“ meningitis með peni-
cillinofnæmi og sem síðar fékk peri-ureteral fibrosis.2
Þess ber þó að gæta, að í þeim tilfellum, sem frá hefur verið
skýrt, finnst tiltölulega sjaldan gerlasýking við fyrstu skoðun, en
endursýkingar ekki óalgengar eftir rannsóknir með áhöldum á
þvagfærum; einnig mætti ætla, að R.F. væri algengara, þar sem
þvagfærasýkingar eru jafnalgcngar og raun her vitni. Hins vegar
eru þekktar „anaphylaktiskar“ verkanir frá gerlaeitri (toxin),