Læknablaðið - 01.04.1970, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ
59
þeirra eins og fordæmi væri um í kjaradómslögunum (bankastarfs-
menn o. s. frv.) og þá á grundvelli þeirra tillagna, sem fram hefðu
verið settar. Þessi málaleitan var ekki virt svars af kjararáði BSRB
né heldur samninganefnd ríkisstjórnarinnar.
Uppsagnir Vegna sívaxandi óánægju tóku sjúkrahúslæknar að
sjúkrahúslækna segja upp störfum sínum síðla árs 1965; og komu
1965 þær uppsagnir til framkvæmda í marz—apríl árið
eftir. Var hér um að ræða 27 aðstoðar- og deildar-
lækna, en engir yfirlæknar höfðu sagt af sér störfum, enda þótt þeir
væri samþykkir þeim kröfum, sem fram höfðu verið settar. Eftir gildis-
töku uppsagna sinntu hlutaðeigandi læknar áfram nauðsynlegustu
störfum á sjúkrahúsum skv. beiðni stjórnvalda. Þágu þeir laun fyrir
skv. gjaldskrá Læknafélags Reykjavíkur.
Samninga- í febrúar 1966 hófust samningaviðræður milli fulltrúa
viðræður Læknafélags Reykjavíkur og samninganefndar ríksstjórn-
arinnar. Höfðu læknar lagt fram ýtarlegt samningsupp-
kast í vinnueininga- eða eyktaformi. Viðræður komust aldrei á það
stig, að uppkastið væri rætt sérstaklega, en samninganefnd ríkisstjórn-
arinnar kom með tilboð um launahækkanir, kallaðar ýmsum nöfnum,
sem þeir álitu ekki brjóta í bága við lögin um kjarasamning opin-
berra starfsmanna. Þessum tilboðum höfnuðu læknar, bæði af því, að
þeir töldu þau allt of lág, og svo var þeim mikið í mun að komast út
úr launakerfi opinberra starfsmanna og afla þar með stéttarfélagi
þeirra, Læknafélagi Reykjavíkur, samningsréttar. Slitnaði fljótlega
upp úr viðræðum. Hófust um svipað leyti samningaumleitanir við
fulltrúa Reykjavíkurborgar, og virtist þar strax um meiri samkomu-
lagsvilja að ræða.
Samningur við Hinn 29. apríl 1966 undirrituðu fulltrúar Lækna-
Reykjavíkurborg félags Reykjavíkur samning við Reykjavíkurborg
um laun sjúkrahúslækna. Með samningi þessum
hækkuðu mánaðarlaun um 100%, og skyldi sú hækkun einnig ná til
launagreiðslna í orlofi, veikindaforföllum og námsferðum. Sérfræð-
ingar fengu rétt á námsferð til útlanda í einn mánuð annað hvert ár
og greiðslu ferða- og dvalarkostnaðar. Önnur hlunnindi, s. s. um bif-
reiðastyrk og lífeyrissjóðsgreiðslur, héldust óbreytt og sömuleiðis
greiðslur fyrir vaktir og útköll á þeim. Læknar tóku á sig áhættu af
allt að 50 klst. vinnuviku, og þeir skuldbundu sig til að taka ekki að
sér störf utan hlutaðeigandi sjúkrahúss nema með sérstöku leyfi
sjúkrahúsnefndar.
Samningur Hinn 26. maí 1966 var undirritaður samningur
við stjórnarnefnd um laun sjúkrahúslækna milli Læknafélags Reykja-
ríkisspítalanna víkur og stjórnarnefndar ríkisspítalanna. Fulltrú-
ar stjórnarnefndarinnar kváðu sig einungis hafa
umboð til að semja um laun fyrir sérfræðinga og aðstoðarlækna, en
þar sem engir yfirlæknar hefðu sagt upp störfum, væri ekki talin for-
senda fyrir hendi til að semja um laun þeirra.