Læknablaðið - 01.04.1970, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ
53
Darwish hefur sýnt fram á hækkaða mótefnaþynningu hjá
dýrum, sem smituð voru með E. coli,7 og einnig hefur fundizt
hækkandi mótefnaþynning hjá fólki með þvagfærasýkingar.
Ónæmisfræði krabbameins. Að lokum langar mig til að minn-
ast stuttlega á krabbameinsónæmisfræði i sambandi við R.F. 1
fyrsta lagi vegna þess, að hjá sjúklingi þeim, sem skýrt er frá hér
að framan, fannst síðar krahhamein, og i öðru lagi vegna þess,
að hjá þó nokkrum R.F. sjúklingum hefur síðar fundizt illkynja
æxli. Auk þess mun flestum R.F. sjúklingum, sem skýrt hefur
verið frá, ekki hafa verið fylgt eftir, svo að nokkru nemi.
Ónæmisfræði krabbameins (cancer immunologi) er að vísu enn
á byrjnnarstigi um notagildi niðurstöðu, eða eins og Southam
segir: „Thyre seems to be more hope than results in these fields.“25
Mikill áhugi var í byrjun aldarinnar á þessu sviði, en um 1930,
þegar menn komust að hinum erfðafræðilegu skilyrðum fyrir
vefjaflutningum (sem tilraunirnar höfðu byggzt á), greip svart-
sýnin um sig. A síðustu 15 árum hefur bjartsýnin aftnr aukizt með
nýrri þekkingu og möguleikum á þessu sviði. Kemo- og virus
„induced“ sarcoma hafa sýnt sig að hafa eiginleika mótefnavaka.
Nokkrar adeno-veirur, sem valda sýkingu i mönnum, eru æxlis-
valdandi (oncogen) í dýratilraunum, en ekki er sannað, að svo
sé meðal manna. Samkvæmt Graham finnst hækkun á mótefna-
þynningu við krabhameini á byrjunarstigi,11 og samkv. Southam
hafa sumir aukinn ónæmisþrótt gegn ýmsum æxlisfrumum, en aðrir
ekki.24 Freedman fann öll merki þess, að adeno-carcinoma coli i
mönnum innihaldi sérstakan æxlismótefnavaka, sem ekki finnist
í eðlilegum ristilvef, og geti þessi mótefnavaki komið af stað æxlis-
sérhæfðri (tumor specificri) mótefnamyndun hjá heterolog dýr-
um.9 Þannig er ekki ólíklegt, ef sjálfvakin krabbamein í mönn-
um hafa eiginlega mótefnavaka, að staðbundin og jafnvel svæðis-
bundin vefjaverkun geti orðið hjá þessum sjúklingum, og því þá
ekki í retro-peritoneal reticulo-endothelvef?
Hjá ofannefndum sjúklingi voru hinn 8.4. tekin fimm sýnis-
horn frá fibrosu, og í smásjárskoðun voru hvergi merki um ill-
kynja vöxt. Samtímis er þreifað inn i kviðarhol, og finnast þá
örvefsbreytingar í duodenum og omenti, en engar hreytingar í
maga að finna. Sjö mánuðum eftir fyrstu komu er greindur æxlis-
vöxtur í maga, og hafði konan þá haft einungis tveggja vikna
meltingaróþægindi.
Hún lézt þremur mánuðum síðar, og er þá mestur liluti mag-