Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1970, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.04.1970, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 47 Röntgenrannsóknir. I.v.p. sýnir lélegan útskilnað og tæmingu með útvíkkmi öðrum eða báðum megin. Þrengingin á þvagleiðar- anum er iöulega keilulaga og getur verið, hvar sem er á leið frá nýrum að blöðru, en mun vera langalgengust, þar sem þvagleiðar- inn mætir iliaca-æðunum og hverfur inn í örvefsþykknið. Þvag- leiðarinn er oftast færður að miðlínu, og álita margir, að það sé sérkennandi fyrir sjúkdóminn. „Retrograd“ pyelografia getur veitt upplýsingar, þegar því verður við komið, (sjá síðar). Lymphangio- grafia getur verið til lijálpar, ef hún er jákvæð, þ.e.a.s. sú rann- sókn útilokar engan veginn, að um R.F. sé að ræða, ef hún er neikvæð (Suby2c). Blöðruspeglun sýnir í langflestum tilvikum eðlilega mynd. Við sundurgreiningu þarf að Iiafa í lmga staðbundin æxli eða meinvörp, svo sem frá blöðruhálskirtli, þvagl)löðru, leghálsi, maga og ristli. Enn fremur má telja endometriosis, ileitis terminalis, þrengsli af öðrum orsökum í þvagleiðurum, steina, gerlabólgur, afbrigðilegar æðar, æðagúl])a meðal þeirra kvilla, sem greina þarf frá R.F. Afturkippur (recurrence) er ekki óalgengur og oft eftir marga mánuði eða jafnvel ár. LÍFFÆRAMEINAFRÆÐI Hið sýnilega bandvefsþykkni getur orðið allt að 6 cm að þykkt og er oftast að finna kringum stóru æðarnar, þar sem þvagleiðar- inn liggur yfir iliaca externa. Breytingarnar teygja sig út til hlið- ar og umlykja þá vef bak við kviðarliolshimnu, en finnst einnig innan lífhimnu og brjósthimnu. Ekki er óalgengt, að örvefur finn- ist í omentum, duodenum og pancreas svo og kringum neðri hluta colon sigmoideum og rectum. Þvagleiðaraveggurinn er oftast laus við örvefsmyndun, þó í einstaka tilfellum einnig undirlagður (Raper23). Við smásjárskoðun finnast „non-specifikar“ bólgu- og band- vefsbreytingar, sem ekki eru hulstraðar, ýmist nýjar eða eldri. örvefsmyndunin byrjar að öllum líkindum nálægt miðju, kring- um stóru æðarnar, og fikrar sig jiaðan út til hliða. Catino sýndi fram á þetta,5 þ.e.a.s. fann við miðju þéttan, hreinan glæruvef með mjög fáum fibroblöstum, en aftur á móti nijög þéttum collagen bandvef og þykkum, sundruðum, teygjanlegum þráðum. En sá hluti, sem til hliðar var, var mjúkur, laus örvefur og inni- hélt fjöldann allan af lymphufrumum, fibroblöstum, einstökum eosinofilum, makrofögum og mastfrumum. Einnig voru í þessum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.