Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1970, Side 23

Læknablaðið - 01.04.1970, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ 47 Röntgenrannsóknir. I.v.p. sýnir lélegan útskilnað og tæmingu með útvíkkmi öðrum eða báðum megin. Þrengingin á þvagleiðar- anum er iöulega keilulaga og getur verið, hvar sem er á leið frá nýrum að blöðru, en mun vera langalgengust, þar sem þvagleiðar- inn mætir iliaca-æðunum og hverfur inn í örvefsþykknið. Þvag- leiðarinn er oftast færður að miðlínu, og álita margir, að það sé sérkennandi fyrir sjúkdóminn. „Retrograd“ pyelografia getur veitt upplýsingar, þegar því verður við komið, (sjá síðar). Lymphangio- grafia getur verið til lijálpar, ef hún er jákvæð, þ.e.a.s. sú rann- sókn útilokar engan veginn, að um R.F. sé að ræða, ef hún er neikvæð (Suby2c). Blöðruspeglun sýnir í langflestum tilvikum eðlilega mynd. Við sundurgreiningu þarf að Iiafa í lmga staðbundin æxli eða meinvörp, svo sem frá blöðruhálskirtli, þvagl)löðru, leghálsi, maga og ristli. Enn fremur má telja endometriosis, ileitis terminalis, þrengsli af öðrum orsökum í þvagleiðurum, steina, gerlabólgur, afbrigðilegar æðar, æðagúl])a meðal þeirra kvilla, sem greina þarf frá R.F. Afturkippur (recurrence) er ekki óalgengur og oft eftir marga mánuði eða jafnvel ár. LÍFFÆRAMEINAFRÆÐI Hið sýnilega bandvefsþykkni getur orðið allt að 6 cm að þykkt og er oftast að finna kringum stóru æðarnar, þar sem þvagleiðar- inn liggur yfir iliaca externa. Breytingarnar teygja sig út til hlið- ar og umlykja þá vef bak við kviðarliolshimnu, en finnst einnig innan lífhimnu og brjósthimnu. Ekki er óalgengt, að örvefur finn- ist í omentum, duodenum og pancreas svo og kringum neðri hluta colon sigmoideum og rectum. Þvagleiðaraveggurinn er oftast laus við örvefsmyndun, þó í einstaka tilfellum einnig undirlagður (Raper23). Við smásjárskoðun finnast „non-specifikar“ bólgu- og band- vefsbreytingar, sem ekki eru hulstraðar, ýmist nýjar eða eldri. örvefsmyndunin byrjar að öllum líkindum nálægt miðju, kring- um stóru æðarnar, og fikrar sig jiaðan út til hliða. Catino sýndi fram á þetta,5 þ.e.a.s. fann við miðju þéttan, hreinan glæruvef með mjög fáum fibroblöstum, en aftur á móti nijög þéttum collagen bandvef og þykkum, sundruðum, teygjanlegum þráðum. En sá hluti, sem til hliðar var, var mjúkur, laus örvefur og inni- hélt fjöldann allan af lymphufrumum, fibroblöstum, einstökum eosinofilum, makrofögum og mastfrumum. Einnig voru í þessum

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.