Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1970, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.04.1970, Blaðsíða 48
58 LÆKNABLAÐIÐ samningur milli þessara aðila, skal Kjaradómur, skipaður 5 dómend- um (3 tilnefndum af Hæstarétti, 1 af fjármálaráðherra og 1 af BSRB), kveða upp úrskurð um, hver skuli vera laun opinberra starfsmanna. Úrskurðir Fyrsti úrskurður Kjaradóms um laun ríkisstarfsmanna Kjaradóms gekk í gildi 1. júlí 1963. Fengu opinberir starfsmenn verulegar launahækkanir, enda höfðu kjör þeirra um ára- bil dregizt lengra og lengra aftur úr því, sem gerðist með öðrum hagsmunahópum. Auk allmikillar hækkunar á föstum launum, fengu nú sjúkrahúslæknar greiðslur fyrir vaktir og útköll á þeim, sem lítt eða ekki höfðu verið inntar af hendi áður, þ. á m. var öll helgi- dagsvinna unnin endurgjaldslaust. Ekki leið á löngu, áður en launa- hlutföll í þjóðfélaginu röskuðust opinberum starfsmönnum í óhag. Vorið 1964 hafnaði Kjaradómur kröfum opinberra starfsmanna um 15% launahækkun, sem aðrar stéttir höfðu þá fengið. Svipuð mála- lok hlutu síðari tilraunir ríkisstarfsmanna til að rétta hlut sinn. Samskipti BSRB Samkvæmt kjaradómslögunum skal Bandalag og lækna starfsmanna ríkis og bæja fara með fyrirsvar alls þorra ríkisstarfsmanna um kjarasamninga. Undan- þegnir þessu ákvæði eru ráðherrar og hæstaréttardómarar, banka- starfsmenn, starfsmenn Alþingis, svo og iðnaðarmenn, sjómenn, verka- fólk og starfsfólk í iðjuverum. Það kom fljótlega í ljós, að læknum sem öðrum háskólamenntuðum mönnum var lítill akkur í þessu for- ræði. Kjararáð BSRB virti að vettugi og stakk undir stól ýmsum til- lögum lækna um launamál sín, bæði þeim, sem sendar voru í upp- hafi um niðurröðun lækna í launaflokka, þegar lögin um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna komu til framkvæmda, svo og tillögum til úrbóta í launamálum, sem læknasamtökin sendu frá sér síðar við endurskoðun samninganna. Þar kom loks árið 1964, að Læknafélag íslands sagði sig úr Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja. Fyrri hluta árs 1965 voru nýjar tillögur um laun lækna við heil- brigðisstofnanir sendar kjararáði BSRB (sem lögum skv. var enn í fyrirsvari um kjarasamninga lækna) og samninganefnd ríkisstjórn- arinnar, studdar einhuga af öllum sjúkrahúslæknum, sem og stjórn- um Læknafélags Reykjavíkur og Læknafélags íslands. Þessum kröf- um fylgdi rökstudd álitsgerð. Var meðal annars bent á, að Kjara- dómur hefði í úrskurði sínum um niðurröðun lækna í launaflokk ekki tekið nægilegt tillit til þeirrar menntunar, ábyrgðar og sérhæfni, sem af þeim væri krafizt, eins og skylt hefði þó verið skv. 2 tölulið 20. gr. laga um kjarasamning opinberra starfsmanna; auk þess væri vaktskylda sjúkrahúslækna og vinnuálag meira en þekktist hjá nokkr- um öðrum starfshópi innan opinberra starfsmanna. Að öllu þessu at- huguðu væri sýnt, að sjúkrahúslæknar ættu ekki heima innan ramma þessara laga. Bæri því að semja beint við læknana sjálfa um kjör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.