Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1970, Síða 48

Læknablaðið - 01.04.1970, Síða 48
58 LÆKNABLAÐIÐ samningur milli þessara aðila, skal Kjaradómur, skipaður 5 dómend- um (3 tilnefndum af Hæstarétti, 1 af fjármálaráðherra og 1 af BSRB), kveða upp úrskurð um, hver skuli vera laun opinberra starfsmanna. Úrskurðir Fyrsti úrskurður Kjaradóms um laun ríkisstarfsmanna Kjaradóms gekk í gildi 1. júlí 1963. Fengu opinberir starfsmenn verulegar launahækkanir, enda höfðu kjör þeirra um ára- bil dregizt lengra og lengra aftur úr því, sem gerðist með öðrum hagsmunahópum. Auk allmikillar hækkunar á föstum launum, fengu nú sjúkrahúslæknar greiðslur fyrir vaktir og útköll á þeim, sem lítt eða ekki höfðu verið inntar af hendi áður, þ. á m. var öll helgi- dagsvinna unnin endurgjaldslaust. Ekki leið á löngu, áður en launa- hlutföll í þjóðfélaginu röskuðust opinberum starfsmönnum í óhag. Vorið 1964 hafnaði Kjaradómur kröfum opinberra starfsmanna um 15% launahækkun, sem aðrar stéttir höfðu þá fengið. Svipuð mála- lok hlutu síðari tilraunir ríkisstarfsmanna til að rétta hlut sinn. Samskipti BSRB Samkvæmt kjaradómslögunum skal Bandalag og lækna starfsmanna ríkis og bæja fara með fyrirsvar alls þorra ríkisstarfsmanna um kjarasamninga. Undan- þegnir þessu ákvæði eru ráðherrar og hæstaréttardómarar, banka- starfsmenn, starfsmenn Alþingis, svo og iðnaðarmenn, sjómenn, verka- fólk og starfsfólk í iðjuverum. Það kom fljótlega í ljós, að læknum sem öðrum háskólamenntuðum mönnum var lítill akkur í þessu for- ræði. Kjararáð BSRB virti að vettugi og stakk undir stól ýmsum til- lögum lækna um launamál sín, bæði þeim, sem sendar voru í upp- hafi um niðurröðun lækna í launaflokka, þegar lögin um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna komu til framkvæmda, svo og tillögum til úrbóta í launamálum, sem læknasamtökin sendu frá sér síðar við endurskoðun samninganna. Þar kom loks árið 1964, að Læknafélag íslands sagði sig úr Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja. Fyrri hluta árs 1965 voru nýjar tillögur um laun lækna við heil- brigðisstofnanir sendar kjararáði BSRB (sem lögum skv. var enn í fyrirsvari um kjarasamninga lækna) og samninganefnd ríkisstjórn- arinnar, studdar einhuga af öllum sjúkrahúslæknum, sem og stjórn- um Læknafélags Reykjavíkur og Læknafélags íslands. Þessum kröf- um fylgdi rökstudd álitsgerð. Var meðal annars bent á, að Kjara- dómur hefði í úrskurði sínum um niðurröðun lækna í launaflokk ekki tekið nægilegt tillit til þeirrar menntunar, ábyrgðar og sérhæfni, sem af þeim væri krafizt, eins og skylt hefði þó verið skv. 2 tölulið 20. gr. laga um kjarasamning opinberra starfsmanna; auk þess væri vaktskylda sjúkrahúslækna og vinnuálag meira en þekktist hjá nokkr- um öðrum starfshópi innan opinberra starfsmanna. Að öllu þessu at- huguðu væri sýnt, að sjúkrahúslæknar ættu ekki heima innan ramma þessara laga. Bæri því að semja beint við læknana sjálfa um kjör

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.