Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1971, Page 13

Læknablaðið - 01.06.1971, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS OG LÆKNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: Ólafur Jensson. Meðritstjórar: Karl Strand og Þorkell Jóhannesson (L.Í.), Arni Kristinsson og Sævar Halldórsson (L.R.) 57. ÁRG. JÚNÍ 1971 3. HEFTI IVII i\ \ I \ GARORÐ KATRÍN THORODDSEN læknir Katrín Thoroddsen fæddist 7. ji'ilí 1896 á Isafirði. Foreldrar hennar vcrn Skúli ritstjóri og alþingismaður Thoroddsen, sonur Jóns sýslumanns og skálds Tlioroddsens, og kona hans, Tlieodóra rhoroddsen, dóttir Guðmundar prófasts og alþingismanns á Kvennabrekku Einarssonar. Hún lauk stúdentsprófi við Mennta- skólann í Revkjavík árið 1915 og læknisprófi við Háskóla Is- lands 1921. Við framhaldsnám á sjúkrahúsum í Noregi og Þýzka- landi var hún á árunum 1921-23 og fór síðar margar námsferðir til útlanda, einkum til að kynna sér heilsugæzlu og heilsuvernd barna. Árið 1924-1926 var Katrín héraðslæknir í Flateyrarhéraði, en síðan starfandi læknir í Reykjavík; viðurkenndur sérfræðingur í barnasjúkdómum 1927, læknir ungbarnadeildar Líknar, síðar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur 1927-1940, yfirlæknir þar 1940-1955 og loks vfirlæknir barnadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykj avíkur 1955-1961.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.