Læknablaðið - 01.06.1971, Blaðsíða 54
108
LÆKNABLAÐIÐ
Laugardaginn 13. sept. var læknabingi fram haldið í Domus
Medica kl. 14.30. Formaður L.í. setti þingið og tilnefndi Gunnlaug
Snædal þingforseta. Hann kynnti gest þingsins, Dr. F. Christie, for-
mann nefndar, sem undirbýr hópsamvinnu lækna í Noregi.
Dr. Christie hélt erindi: Gruppepraksis i Norge set ut fra sosial-
medisinske og ökonomiske aspekter.
fsak G. Hallgrímsson flutti erindi eftir Örn Bjarnason: Lækna-
miðstöðvar á íslandi, þar sem stiklað var á því stærsta um lækna-
skort í dreifbýlinu og hvar væri líklegastur grundvöllur læknamið-
stöðva og samstarís lækna. Síðan flutti ísak erindi um heimilislækn-
ingar, einkum í Reykjavík, og stöðu heimilislækninga nú á dögum.
Baldur Sigfússon gerði grein fyrir störfum nefndar á vegum L.Í.,
sem fengið var það verkefni að gera tillögur um staðsetningu og
rekstur læknamiðstöðva. Bráðabirgðaniðurstöður nefndarinnar eru
þessar: 1. Reykjavík, 2. Akranes, 3. Borgarnes, 4. Ólafsvík, 5. Stykkis-
hólmur, 6. Patreksfjörður, 7. ísafjörður, 8. Hvammstangi, 9. Blönduós,
10. Sauðárkrókur, 11. Siglufjörður, 12. Dalvík, 13. Akureyri, 14. Húsa-
vík, 15. Þórshöfn (með fyrirvara), 16. Egilsstaðir, 17. Neskaupstaður,
18. Eskifjörður, 19. Höfn, 20. Vík, 21. Vestmannaeyjar, 22. Hella, 23.
Selfoss, 24. Keflavík. Flutti Baldur greinargerð til stuðnings þessum
tillögum. Páll V. G. Kolka sagði, að fyrir 25 árum hefði hann stungið
upp á því, sem hann kallaði heilindisstöðvar. Árið 1953 starfaði
hann í þriggja manna nefnd, sem gera átti tillögu um, heilbrigðis-
stöðvar, sjúkrahús og læknamiðstöðvar. Nefndarálit þeirra komst
aldrei til umræðu á þingi. Benti hann á þann möguleika, að héraðs-
hjúkrunarkonur væru á þeim stöðum ýmsum, sem læknar fást ekki
til að sitja lengur. Gæti það bætt úr verulegri þörf.
Arinbjörn Kolbeinsson gerði nokkrar fyrirspurnir til F. Christie,
sem hann svaraði. je
Kjartan Ólafsson, Keflavík, ræddi um samvinnu og hópsamvinnu
dreifbýlislækna og möguleika þeirra til vinnu á spítölum, sem hann
taldi næstum enga; jafnvel að störf í strjálbýli minnkuðu möguleikana
á sjúkrahússtörfum. Hann taldi mikilvægt, að þessu yrði breytt.
Læknaþingi frestað til sunnudags 14. sept.
Sunnudaginn 14. sept. var læknaþingi fram haldið kl. 10.00.
Fundarstjóri var kjörinn Gunnlaugur Snædal.
Húsavíkurmál var aftur tekið á dagskrá.
Daníel Daníelsson fór fram á, að rædd yrðu í tvennu lagi reglu-
gerðin sem slík og samskipti Daníels við deiluaðila á Húsavík. Fundar-
stjóri lofaði að gera það, eftir því sem unnt væri.
Daníel taldi ósamræmi vera í reglugerð sjúkrahússins á Húsavík;
sagði hann 1. gr. stangast á við allar hinar. Daníel gagnrýndi starfs-
aðgerðir stjórnar L.í. við setningu reglugerðarinnar; í fyrsta lagi að
Ijá máls á, að hún yrði sett, i öðru lagi að leita ekki álits lögfræðings
síns við setningu hennar. Daníel taldi, að með reglugerðinni væri
ákvörðunarréttur um læknisfræðileg efni fluttur úr höndum lækna í
hendur leikmanna.
Brynleifur H. Steingrímsson taldi, að reglugerðin og setning henn-