Læknablaðið - 01.06.1971, Blaðsíða 56
110
LÆKNABLAÐIÐ
dómur fjalli um sum atriði í hinu svonefnda Húsavíkurmáli og önnur
atriði þess þarfnast nánari athugunar, felur læknaþing stjórn L.í. öll
frekari afskipti af málinu í samráði við lögfræðing félagsins, en málið
verði tekið af dagskrá þingsins.“ Var tillagan samþykkt með 26 atkv.
gegn 7. Tók fundarstjóri málið af dagskrá og tók fyrir önnur mál.
ÖNNUR MÁL
Fundarstjóri sagði frá bréfi frá aðilum á Húsavík til stuðnings
Daníel Daníelssyni. Fundarstjóri vísaði þessu erindi til aðalfundar.
Þá var lesið bréf frá Félagi yfirlækna, þar sem sagt er frá fundar-
samþykkt um samningu reglugerðar á Húsavik og um brottvikningu
Daníels Daníelssonar úr starfi, og var þar hvoru tveggja mótmælt.
Bréfið er svohljóðandi:
„Fundur í Félagi yfirlækna, haldinn 10. sept. 1969, lítur svo á,
að stjórn Læknafélags íslands hafi með aðild sinni að samningu
reglugerðar um störf lækna við sjúkrahúsið í Húsavík stuðlað að því,
að hættulegt fordæmi væri gefið í skipun sjúkrahúsmála, sem stefni
að því að færa starfsskipun á sjúkrahúsi úr höndum lækna í hendur
leikmanna.
Félag yfirlækna bendir í því sambandi á ummæli lögfræðings
læknafélaganna á fundi L.f. 19. maí 1969.
f. h. Félags yfirlækna,
Gunnar Guðmundsson form. (sign.).
Haukur Kristjánsson ritari (sign.)
Fundur í Félagi yfirlækna, haldinn 10. sept. 1969, mótmælir harð-
lega brottvikningu Daníels Daníelssonar úr starfi yfirlæknis við
Sjúkrahús Húsavíkur. Telur félagið, að forsendur skorti fyrir henni,
þar sem fyrir liggur yfirlýsing frá landlæknisembættinu, að yfir-
læknirinn hafi á engan hátt brotið af sér í starfi sínu.
Félagið lítur atburð þennan mjög alvarlegum augum og lýsir
jafnframt yfir stuðningi sínum við Daníel Danielsson,
f. h. Félags yfirlækna,
Gunnar Guðmundsson form. (sign.).
Haukur Kristjánsson ritari (sign.)“
Daníel Daníelsson kvaddi sér hljóðs og gerði fyrirspurn um rétt
félagsmanna til að leita stuðnings stjórnar til að leita réttar síns.
Fundarstjóri mæltist til skriflegrar fyrirspurnar, og var hún lögð
fram og vísað til aðalfundar. Fyrirspurnin er eftirfarandi:
„Þar sem sá einstæði atburður hefur gerzt, að læknaþing hefur
með samþykkt frávísunartillögu hindrað umræður og afgreiðslu
tveggja mála, er fyrir þinginu lágu, áður en lokið var umræðu um
fyrra málið, beini ég þeirri fyrirspurn til þingsins, hvort numin hafi
verið úr gildi þau ákvæði 1. mgr. 11. gr. laga L.Í., að verksvið stjórnar
félagsins sé m. a. að standa vörð um hag einstaklinga innan stéttar-
innar — eða með öðrum orðum, hvort L.í. sé stéttarfélag eða ekki.
Daníel Daníelsson.“
Lögð var fram tillaga frá Þórði Oddssyni og Halldóri Halldórs-
syni um könnun á samstarfsfyrirkomulagi lækna í U.S.A.
„Læknaþing samþykkir, að stjórn L.í. sé falið að gera athugun á