Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1971, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 01.06.1971, Blaðsíða 52
106 LÆKNABLAÐÍÐ FUNDARGERÐ LÆKNAÞINGS LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS 1969 Læknaþing árið 1969 var sett kl. 14 hinn 12. sept. 1969. Arinbjörn Kolbeinsson setti þingið og tilnefndi forseta þess Árna Björnsson, lækni í Reykjavík, en hann tilnefndi Ólaf Sveinsson, lækni á Sauðár- króki, fundarritara, og var það samþykkt. Arinbjörn Kolbeinsson skýrði skýrslu stjórnar Læknafélags Is- lands, sem lá fyrir fjölrituð á þinginu. Stefán Bogason, gjaldkeri L.Í., las upp reikninga Læknafélags íslands, Læknablaðsins og Styrktar- sjóðs lækna. Allir þessir reikningar voru undirritaðir af endurskoðend- um. Þá flutti Bjarni Bjarnason læknir skýrslu Domus Medica. Skýrði hann frá því, að eftir er að ganga frá lóðinni í kringum húsið, en gang- stéttar hafa verið lagðar. Einnig skýrði hann frá breytingum, sem gerðar hafa verið á skrifstofu læknafélaganna. Voru þær að mestu leyti fólgnar í því, að innréttingum var breytt og bókaherbergi lagt niður, en gerður þar lítill fundasalur. Inngangi í skrifstofuna var breytt, og virðist þetta hafa lagað skrifstofuna og starfsaðstöðu alla. Einnig ræddi hann skattfrelsi Domus Medica, sem hann sagði, að væri ekki lengur fyrir hendi. Einnig fór Bjarni nokkrum orðum um reksturinn, og á síðastliðnu ári sagði hann rekstrarhagnað hafa orðið kr. 334.530.00. Framkvæmda- stjóri hússins, Friðrik Karlsson, gaf nokkrar upplýsingar um starf- semina á árinu, sem af er, og kvað hana vera góða; skuldir hefðu lækkað og væru nú um 6.8 milljónir króna. Umræður urðu síðan um skýrslu stjórnar og reikninga. Til máls tóku Arinbjörn Kolbeinsson, Bjarni Bjarnason, Sigmundur Magnússon og Páll Sigurðsson. Páll Sigurðsson spurðist fyrir um starfsemi skrif- stofu læknafélaganna og hvers vegna sjóðir Læknafélagsins hefðu verið fluttir úr skrifstofunni. Arinbjörn Kolbeinsson sagði, að allir þessir sjóðir væru aftur komnir í vörzlu félagsins. Kvaddi hann á fundinn Guðjón Eyjólfsson endurskoðanda, sem skýrði reikninga L.í. og Læknablaðsins. Halldór Halldórsson frá Akureyri spurðist fyrir um, hvað Læknafélag íslands ætti mikinn hlut í Domus Medica og hvort Læknafélag íslands væri fáanlegt til að byggja slíkt hús á Akureyri. Sigmundur Magnússon skýrði hlutskipti félagsins í Domus Medica. Að þessum viðræðum loknum var gert fundarhlé. Eftir fundarhléið ræddi Halldór Halldórsson nokkuð um trygg- ingu lækna og læknastúdenta, t. d. í sambandi við slys. Einnig ræddi hann um læknabréf sérfræðinga, sem hann sagði, að bærust illa til þeirra lækna, sem vísað hefðu á þá. Árni Björnsson og Arinbjörn Kol- beinsson svöruðu Halldóri, og einnig skýrði Páll Sigurðsson, trygg- ingarlæknir, nokkur tryggingarleg atriði í því sambandi. Þá var tekin fyrir úr ársskýrslu læknadeilan á Húsavík. Var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.