Læknablaðið - 01.06.1971, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ
81
að vera fastandi og þyrstandi frá kl. 22.00 kvöldið fyrir heim-
sóknina á rannsóknarstöðina. Þátttakandi var boðaður til blóð-
töku annan dag, ef hann hafði ekki fastað tilskilinn tíina.
Blóðsýni voru tekin á tímabilinu M. 8.30—10.30. Hjúkrunar-
kona tók venu-iJilóð úr þátttakanda í „Vacutainer B-D“ glas
(Becton, Dickinson and Oonipany, USA), er inniliélt 0,5 ml
3,8% sol. natrii citratis nieð 0,2 mg/inl af kalium sorbat. 1 glas-
inu var undirþrýstingur, sem nægði til að draga upp um 4,5
ml blóðs við blóðtöku. Blóðinu var Jjlandað strax við uppiausn-
ina með því að snúa glasinu við tvisvar til þrisvar sinnum. Sýni-
glasinu var aftur snúið við nokkrum sinnum, rétt áður en sökk-
mælingaglas var selt upp, en það var að jafnaði gerl innan
tveggja klukku'stunda frá sýnitöku.
Sökkmæling var framkvæmd af meinatækni með aðferð
Westergrens.7
Niðurslöður
1. tafla sýnir aldur þátttakenda, þegar rannsókn fór fram,
fjölda boðaðra og Jilutfallstölu þeirra, er mættu til rannsóknar,
svo og fjölda þeirra, sem söklc var mælt lijá. Af 2.955, sem Jjoð-
aðir voru, komu 2.203. Söl<lv var mælt hjá 2.183. Af ýmsum á-
stæðum vantar niðurstöður hjá 20 einstaklingum, cinkum
vegna þess, að mæling mistókst eða ekki tókst að ná sýni á þeim
tíma, er til umráða var. Þessir 20 menn dreifðust nokkuð jafnt
á árgangana.
Um 70—80% í einstökum árgöngum komu til rannsóknar,
en þó var talan lægst lijá þeim yngstu og elztu. í ljós kom, að
um 80% kvæntra manna í einstökum árgöngum komu, en að-
eins um helmingur i öðrum bjúskaparstéttum.0
Einnig sýnir taflan og 1. mynd nokkur einkenni dreifingar á
niðurstöðum mælingar hvers árgangs.
Meðalgildið fer jafnt hækkandi með aldrinum, þ. e. frá um
0 mm/klst í um 11 mm/klst. Arleg hækkun er um 0.2 mm/klst á
aldursbilinu.
Miðgildið (median eða 50% fraktil*) hækkar einnig jafnt með
* A% fraktíl er tala, er skiptir niðurstöðum mælinga þannig, að
A% þeirra eru minni en eða jafnar fraktílinu en (100-A)%
er hærri.8