Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1971, Qupperneq 31

Læknablaðið - 01.06.1971, Qupperneq 31
LÆKNABLAÐIÐ 93 Reikniiigar Reikninga félagsins rekstrarárið 1968 (fskj. 1) las Stefán félagsins Bogason, gjaldkeri, og skýrði þá einnig reikninga Lækna- blaðsins (fskj. 2) og styrktarsjóðs lækna (fskj. 3). Voru allir þessir reikningar samþykktir samhljóða. Samþykkt var að taka fjárhagsáætlun næsta starfsárs fyrir á fundinum næsta dag, þar sem þá skyldi ræða árgjöld. Minnzt var á erfiðleika við að innheimta ár- gjöld hjá sumum svæðafélögum. Gjaldkerinn upplýsti, að þau hefðu innheimzt 100% hjá læknum í Reykjavík, en annars staðar hafði gengið erfiðlega að innheimta þau. Ræddur var sá möguleiki að heimila gjaldkera að innheimta árgjöldin hjá vinnuveitendum lækna. Þótti það heppilegri leið en taka félaga af skrá L.í. vegna vanskila. Lagabreytingar Eftirfarandi tillögur um breytingar á lögum L.í. höfðu verið sendar með fundarboði og voru teknar til umræðu: a) Breytingartillaga á lögum L.í. frá stjórn félagsins: 4. gr., liður d, orðist svo: „Erlendir læknar, sem starfa að lækn- ingum hér á landi.“ 4. grein, liður e (ekki áður): „Erlendir læknar, sem eigi starfa að lækningum hér á landi, og skal þá leita samþykkis aðalfundar um inngöngu og gjaldskyldu.“ 12. grein: „Læknafélag íslands semur um kaup og kjör lækna í umboði svæðafélaganna. Fjórir nefndarmanna eru kosnir á aðal- fundi L.f. til tveggja ára í senn.“ „Stjórn L.í. tilnefnir formann nefndarinnar. Kosnir nefndarmenn skulu. .. “ o. s. frv. óbreytt til enda. b) Tillaga til lagabreytinga frá Læknafélagi Akureyrar: Síðasta málsgrein 9. gr. hljóði svo: „Stjórnarmenn má endurkjósa, en þó með þeim takmörkunum, að enginn sitji lengur en þrjú kjör- tímabil í sama embætti.“ c) Tillaga til lagabreytingar frá Læknafélagi Vestfjarða: Síðasta málsgrein 9. gr. laga L.í. orðist þannig: „Stjórnarmenn má aðeins kjósa í sama embætti tvö kjörtímabil.“ d) Tillaga til breytinga á lögum L.í. frá Daníel Daníelssyni: A eftir 5. málsgrein 9. gr. komi: „Tillögur, sem lagðar eru fyrir aðalfund og fela í sér verulegar breytingar á stöðum og starfsskil- yrðum einstakra lækna, læknahópa eða læknastéttarinnar í heild, hljóti því aðeins gildi sem stefnuyfirlýsing L.Í., að þær hafi hlotið samþykki á tveim aðalfundum í röð, enda hafi á milli fundanna farið fram rækileg skoðanakönnun meðal læknastéttarinnar allrar um efni þeirra. Tvo þriðju hluta atkvæða þarf til endanlegs samþykkis slíkra tillagna. Þó geta slíkar tillögur aldrei verkað aftur fyrir sig, þannig að þær geti haft áhrif til breytinga á stöðum lækna, sem þegar eru ráðnir til starfs, er tillögurnar hljóta samþykki, nema til komi sam- þykki þeirra sjálfra þar um.“ Tillögur stjórnar L.í. um breytingar á 4. og 12. gr. félagslaga voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum eftir nokkrar um- ræður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.