Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1971, Qupperneq 53

Læknablaðið - 01.06.1971, Qupperneq 53
LÆ KNABLAÐIÐ 107 dreift fjölrituðum gögnum um þetta mál. Kvaddi sér hljóðs Daníel Daníelsson, læknir á Húsavík, og sagðist hingað vera kominn til þess að leita fulltingis Læknafélags íslands vegna skipta hans við atvinnu- rekanda sinn, stjórn sjúkrahússins á Húsavík. Daníel ræddi hina svo- kölluðu Húsavíkurdeilu allt frá byrjun og þar til, að honum barst bréf, dags. 24. júní 1969, er honum var sagt upp stöðunni frá 1. júlí 1969. Skýrsla Læknafélags íslands lá fyrir fjölrituð á fundinum, og gerði Daníel ýmsar athugasemdir við þá skýrslu. Lauk hann máli sínu með því að segja, að hann liti á Læknafélag íslands sem sitt stéttarfélag, sem hann leitaði nú til, þegar honum hafi verið sagt upp starfi sínu. Á eftir Daníel tók til máls Ingimar Hjálmarsson, læknir á Húsa- vík, og skýrði hann málið frá sjónarmiði sjálfs sín og Gísla Auðuns- sonar, frá því að þeir komu til Húsavíkur og fram á þennan dag. Þeir, er tóku til máls um þetta mál, voru Brynleifur H. Steingríms- son, Arinbjörn Kolbeinsson, Daníel Daníelsson og Gísli Auðunsson. Brynleifur flutti í lokin dagskrártillögu, sem hljóðaði þannig: „Þar sem þegar hafa komið fram óskir um, að hin svokallaða Húsavíkur- deila verði lögð fyrir gerðardóm L.Í., tekur læknaþingið fyrir næsta mál á dagskrá.“ Dagskrártillagan var borin upp og var felld með níu atkvæðum gegn sjö. Fundi var síðan frestað. KVÖLDFUNDUR L.í. VEGNA LÆKNAÞINGS 1969, 12. SEPT. Fundur var settur af formanni L.Í., Arinbirni Kolbieinssyni, kl. 20.50. Fundarritari var Einar Baldvinsson. Bauð formaður gest fundarins, Dr. Malcom Thompson frá New- castle-upon-Tyne (Royal Victoric Hospital), velkominn. Flutti Dr. Thompson erindi um meðferð á arthritis rheumatoides. í byrjun minnti hann á, að orsök sjúkdómsins væri óþekkt og fullkomin lækn- ing ekki fyrir hendi. Gerði hann þessu yfirgripsmikla og umdeilda verkefni góð skil. Lagði hann mikla áherzlu á endurhæfingu sjúklinga með arthritis rheumatoides. Eftirtaldir læknar lögðu spurningar fyrir fyrirlesarann: Sigmund- ur Magnússon lagði fram þá spurningu, hvers vegna a.r.-sjúklingar með eðlilegt járnmagn í beinmerg, en með blóðskort (anæmiu), fengju oft góða svörun eftir stóra skammta af járni í bláæð. Jóhann Lárus Jónasson skýrði frá brezkri rannsókn, þar sem sýnt var fram á, að blokk væri á milli reticulo-endothelial-cella og normoblasta hjá sjúkl- ingum með a.r. og annarra sjúklinga með króníska sjúkdóma. Hannes Finnbogason spurði um reynslu fyrirlesara af osmic acid. Jón Þor- steinsson spurði, hvort meðferð á sero-pcsitivum a.r. væri frábrugðin meðferð á sero-negativum a.r., enn fremur, hvort sjúklingar með háa þynningu (titer) væru meðhöndlaðir á annan hátt en þeir, sem hefðu lága þynningu. Arinbjörn Kolbeinsson spurði um áhrif loftslags á rheumatoid arthritis. Jón Þorsteinsson benti á, að Svisslendingar not- uðu ísbakstra í stað hitameðferðar. Dr. Thompson svaraði fyrirspurn- um. Fundi var slitið kl. 2S.00.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.