Læknablaðið - 01.08.1971, Blaðsíða 34
140
LÆKNABLAÐIÐ
Skýrsla um hálfrar aldar afmælishátíð
Læknafélags íslands
UNDIRBÚNIN GUR
Á stjórnarfundi í árslok 1967 var fyrst rætt um fyrirkomulag
hálfrar aldar afmælis Læknafélags íslands, sem þá var skammt undan
eða 14. janúar 1968. Enda þótt það sé viðtekin venja að halda afmæli
bæði einstaklinga og félagasamtaka á hinum rétta afmælisdegi, þá
urðu fundarmenn ásáttir um að láta þessa venju víkja fyrir þeirri
staðreynd, að 14. janúar væri óhentugur tími fyrir þá lækna, sem
þyrftu að ferðast langan veg til að sækja hátíð þessa. Talið var sjálf-
sagt, að hún skyldi haldin í Reykjavík, bæði væri það stofnstaður
félagsins og flestum læknum nærtækastur. í byrjun janúar 1968 var
mál þetta aftur rætt í stjórn L.í. og þá ákveðið að láta frekari ákvarð-
anir bíða, þar til á formannaráðstefnu í apríl, en þá var málið tekið
upp að nýju, og sýndist þá flestum heppilegast að halda hátíð'ina að
hausti til og væri eðlilegast, að lokaákvörðun um dag og stað yrði
tekin á aðalfundi L.í. Sá fundur var haldinn að Bifröst í Borgarfirði
20.-22. júní, og var þar ákveðið að efna til afmælishátíðarinnar í lok
september eða byrjun október. Var stjórn félagsins falið að annast
undirbúning afmælishátíðarinnar og heimilað að verja 50 þúsund krón-
um úr félagssjóði til að standa straum af þeim kostnaði, sem nauð-
synlegur væri til þess að gera hátíð þessa vel úr garði.
í ágúst 1968 gerði stjórn L.í. áætlun um fyrirkomulag afmælis-
hátíðarinnar og var þá ákveðið, að hún skyldi vera í þrem þáttum:
í fyrsta lagi fræðslufundur fyrir lækna, í öðru lagi ráðstefna um heil-
brigðismál, þar sem heimilislækningar yrðu ræddar, og í þriðja lagi
sameiginleg veizla lækna og gesta félagsins, erlendra og innlendra.
Jafnframt var ákveðið, að hátíðin skyldi haldin 3.-5. október.
Kjörin var undirbúningsnefnd til þess að sjá um veizluhöldin, og
áttu sæti í henni Bjarni Bjarnason, Helgi Þórarinsson, Sigurður Björns-
son og Jón Þ. Hallgrímsson. Var Bjarni Bjarnason formaður nefndar-
innar. Jafnframt var ákveðið, að allir þættir afmælishátíðarinnar
skyldu fara fram í Domus Medica. Hátíðarnefndin annaðist skipulag
og undirbúning fyrir afmælishófið.
Ákveðið var að gefa út hátíðardagskrá með stuttu ágripi af sögu
félagsins. Var Páll V. G. Kolka fenginn til að semja þann kafla í sam-
ráði við stjórn L.í. Þá voru í riti þessu teiknimyndir af núlifandi
stofnendum félagsins og formanni hátíðarnefndar. Myndirnar voru
gerðar af Gunnari Eyþórssyni. í ritinu voru kveðjur frá fjölmörgum
stofnunum; einnig auglýsingar frá ýmsum fyrirtækjum, sem læknar
skipta við.
Bjarni Konráðsson læknir bauð Læknafélagi íslands, að Félags-
prentsmiðjan annaðist útgáfu á hátíðardagskránni endurgjaldslaust.
Var hér um sérlega höfðinglegt boð að ræða, þar sem dagskráin var