Læknablaðið - 01.08.1971, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ
119
Víðtæk þekking hans og áhugi á félagsmálum og öllu því, sem
horfði til framfara og velfarnaðar, fór ekki lengi fram hjá for-
ráðamönnum Hafnarfjarðar. Þeir sóttu því snemma fast að hon-
um að taka virkan þátt í framkvæmdamálum bæjarins, og ekki
létu þeir sér nægja, að hann væri fulltrúi þeirra í hæjarstjórn í
18 ár, ásamt öðrum störfum, sem liann sinnti i þágu Hafnar-
fjarðar, heldur var skorað á hann, þangað til hann lét til leiðast,
að bjóða sig' fram til Alþingis, og kosningasigrar hans báru órækt
vitni þess, hvílíkri hylli hann átti að fagna meðal Hafnfirðinga.
Störf Bjarna sem þingmanns og bæjarfulltrúa urðu Hafnfirð-
ingum heilladrjúg, enda þótti hann jafnan halda vel á hlut þeirra,
bæði í bæjarstjórn og á Alþingi. Hann sótti mál sín af festu og
síillingu, var þekktur fyrir að láta sannlæringu ráða gerðum
sínum, þó að liún væri ekki alltaf samkvæmt flokkslínum. Þótt
Bjarni hætti Jnngmennsku árið 1942, var J)að síður en svo vegna
fylgisleysis. Ákvörðun hans að meta læknisstörfin meira en stjórn-
málin var bjargföst, og' áskoranir flokkssíjórnarinnar og kjós-
enda fengu þar engu um |)okað. Hann lét aftur á móti til leiðast
að vera enn um skeið í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, eins og'
minnzt var á áður.
Þegar Krabbameinsfélag Islands var stofnað 1951, var Bjarni
kosinn í stjórn þess, og þar lágu leiðir okkar saman um margra
ára skeið. Hann sinnti félagsstörfum þar af þeirri einlægni og
alúð, sem honum var í blóö borin. Hann var ekki margmáll á
fundum, en traustur og tillögugóður. Þess vegna var hans mikið
saknað, þegar hann baðst eindregið undan endurkosningu 1968.
Þeir eru J)ó nokkuð margir sjúklingarnir, sem Bjarni vísaði
til mín sem sérfræðings á undanförnum áratugum. Ég komst því
ekki Iijá að veita því sérstaka athygli, live hlýlega andaði frá
þeim í garð lians og hvílíkar mætur J)eir höfðu á honum. Þing-
skörungurinn Jón Pálmason sag'ði eitt sinn um þennan sam-
Iierja sinn það, sem flestir vildu sennilega taka undir, scm þekktu
Iiann: „Bjarni er einn af þeim fáu mönnum, sem aldrei fellui
skuggi á við náin kynni og sem maður treystir því betur, sem
kynnin verða lengri og nánari.“
Bjarni var mikill gæfumaður bæði í starfi og einkalífi. Árið
1921 kvæntist hann Helgu Jónasdóttur, útgerðarmanns frá Hníls-
dal, Þórðarsonar. Þar eignaðist hann konu, sem var honum jafnan
hollur og frábærlega góður förunautur. Finnn börn þeirra eru
öll fvrirmyndarfólk, og einn sona hans, Jónas, fetar í fótspor
föður síns scin athafnamikill og' dáður læknir.