Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 44

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 44
148 LÆKNABLAÐIÐ 2. Heilbrigðisráðstefna Föstudag 4. október setti formaður félagsins annan þátt afmælis- hátíðarinnar. Það var ráðstefna um heilbrigðismál, þar sem fjallað var um heimilislækningar í strjálbýli og þéttbýli. Formaður gat þess í setningarræðu sinni, að þetta væri önnur heilbrigðisráðsteína, sem L.í. beitti sér fyrir, hin fyrsta hefði verið í nóvember 1967, og hefði þar verið fjallað um allmarga þætti heilbrigðisþjónustunnar, en nú hefði verið valinn aðeins einn, heimilislækningar. Byggðist þetta á tvennu: í fyrsta lagi, að ábendingar hefðu komið fram eftir fyrstu heilbrigðismálaráðstefnu, að heppilegra væri að taka þar fyrir af- mörkuð svið og gera þeim sem bezt skil, í öðru lagi hefði það þótt vel viðeigandi að fjalla um heimilislækningar á afmæli Læknafélags Islands, því að það er sá þáttur, sem aðrar lækningar byggjast á, en jafnframt sá þáttur, sem Læknafélag Islands hefur mest afskipti af. Áður en gengið var til dagskrár, ávarpaði heilbrigðismálaráðherra, Jóhann Hafstein, ráðstefnuna og skýrði meðal annars frá því, að ákveðið væri _að leggja fram nýtt frumvarp á Alþingi um breytingu á stjórnarráði íslands, þar sem gert væri ráð fyrir trygginga- og heil- brigðismálaráðuneyti. Sömuleiðis skýrði hann frá því, að í ráði væri að gera breytingar á læknaskipunarlögunum, þannig að auðveldara yrði að koma á fót læknamiðstöðvum en nú er samkvæmt gildandi lögum. Dagskrá ráðstefnunnar (fskj. 2). Fundarstjóri fyrri daginn var Páll Gíslason yfirlæknir og fundarritari Friðrik Sveinsson. Laugardag 5. október kl. 10.00 var heilbrigðismálaráðsteínan sett að nýju. Fundarstjóri var dr. med. Gunnlaugur Snædal. Mættu þá til ráðstefnunnar fulltrúar frá Noregi, Finnlandi og Svíþjóð, en brezki fulltrúinn, dr. James Cameron, hafði komið-' daginn áður, en hann flutti erinai um framhaldsmenntun brezkra lækna. Á ráðstefnunni þennan morgun tók dr. Odd Bjercke, fulltrúi Norðmanna, einnig þátt í umræðunum og sagði frá ýmsu í sambandi við störf og framhalds- menntun norskra lækna. Herbergi höfðu verið pöntuð fyrir hina erlendu gesti á Hótel Holti. Hverjum gesti var sent á hótelherbergið kveðja frá Læknafélagi íslands ásamt korti og bæklingi um ísland. Einnig fylgdi ágrip af sögu Læknafélags íslands, sem Páll V. G. Kolka hafði samið, og var það í enskri þýðingu, gerðri af Sigfúsi Gunnlaugssyni (fskj. 3). 3. Afmælishátíð Á laugardagseftirmiðdag bárust L.í. fagurlega skreyttar blóma- körfur og blómvendir frá eftirtöldum aðilum: heilbrigðismálaráðherra, Jóhanni Hafstein; borgarstjóra, Geir Hallgrímssyni; Tannlæknafélagi íslands, Lyfjafræðingafélagi íslands og Hjúkrunarfélagi íslands. Skeyti bárust frá þessum aðilum: Ólafi Þorsteinssyni lækni; frú Helgu og Bjarna Snæbjömssyni lækni; Tannlæknafélagi íslands og William Warner Co., Ltd., Englandi. Þá sendi heildverzlun Guðna Ólafssonar gjafapakka með lyfja- sýnum. Var upphaflega ætlunin, að þeim yrði raðað við diska boðs- gesta, en það reyndist ekki unnt, sérstaklega þar sem salurinn var

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.