Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1971, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 01.08.1971, Blaðsíða 56
156 LÆKNABLAÐIÐ þótt sagt sé, að félagar í L.f. hafi yfirleitt rækt þessar skyldur af sérstakri kostgæfni. Þær skyldur, sem fylgia hinni félagslegu hlið læknisstarfs, hvíla á læknasamtökunum sjálfum. Þar hefur verið sýnd nokkur viðleitni á ýmsum sviðum, en oft með litlum árangri. Að vísu hafa læknasamtökin beitt sér fyrir ýmsum endurbótum á heilbrigðis- löggjöf, byggingu sjúkrahúsa og einnig beitt sér fyrir fræðslustarf- semi, bæði fyrir lækna og almenning. Má þar nefna útgáfu Lækna- blaðsins, sem L.í. hefur annazt ásamt L.R., námskeið fyrir lækna og fræðslu um heilbrigðismál fyrir almenning með tímaritagreinum og útvarpserindum. Á undanförnum árum hafa læknasamtökin fengið bætta aðstöðu til félagsmálastarfa og stefna nú að því að hafa vaxandi áhrif á skipan og framkvæmd heilbrigðismála. Þau hafa samið nýja stefnuskrá um faglega starfsemi sjúkrahúsa og einnig markað meginstefnu um breyt- ingar á læknisþjónustu utan sjúkrahúsa. Það heyrist oft, að stjórn- málamenn telji erfitt að átta sig á upplýsingum frá læknum, vegna þess, hve læknar séu ósammála. Það er vissulega rétt, að læknar hafa skiptar skoðanir um ýmis mál og eru raunar sjaldan algjörlega sam- mála. Það er hlutverk læknasamtakanna að samræma, flokka og meta hinar ýmsu skoðanir. Nú hafa læknafélögin tekið upp nútímaskoðana- kannanir til þess að leiða í ljós heildarálit einstakra hópa, eða, þegar með þarf, stéttarinnar allrar á einstökum málum. Þessi aðíerð kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir félagsfundi, þar sem menn geta skipzt á skoðunum. Þegar slíkar kannanir, skoðanaskipti og samræm- ingar hafa farið fram, geta læknasamtökin komið fram með ákveðið, rökstutt álit í veigamiklum málum og þannig innt af hendi mikilvæga upplýsingaþjónustu á sviði þjóðmála. Aðstaða læknasamtakanna til félagslegra starfa hefur gerbreytzt á síðustu árum eftir að félagsheimili þeirra, Domus Medica, tók til starfa. Fyrst mun hafa verið rætt um stofnun Domus Medica á fundi i Læknafélagi Reykjavíkur 13. marz 1920. Síðan var málið rætt öðru hverju í áratugi, en aldrei þótti fært að leggja í framkvæmdir sökum fjárskorts. Á árunum 1950-1960 er húsbyggingarmálið tekið upp með nýjum hætti af Bjarna Bjarnasyni, þegar hann kemur fram með hug- myndina að sjálfseignarstofnun. Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur komu á fót sjálfseignarstofnuninni Domus Medica árið 1959, og árið 1963 var byrjað á byggingu þessa húss og henni lokið árið 1966. Hér hafa læknafélögin góða aðstöðu fyrir skrifstofur sínar og félagsstarfsemi, en auk þess eru hér starfsskilyrði fyrir rúmlega 50 lækna. Þetta hús er ekki aðeins veigamikill þáttur í félagsstarfsemi lækna, heldur einnig mesta átak, sem gert hefur verið til þess að bæta starfsaðstöðu þeirra lækna, sem hér starfa utan sjúkrahúsa. Breytt og bætt starfsaðstaða fyrir svo stóran hóp lækna hefur óhjákvæmilega áhrif í þá átt, að kröfur annarra lækna um bætta starfsaðstöðu aukast. Mörgum finnst ungir læknar gera óeðlilega strangar kröfur um starfsaðstöðu, og er þá vitnað í læknisaðstöðu fyrri ára, þegar einn læknir sinnti stórum landssvæðum, óstuddur af öðrum læknum eða heilbrigðisstofnunum. Vissulega var þetta frábær þjónusta á sínum tíma, en hún samsvarar ekki þeim kröfum, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.