Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1971, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 01.08.1971, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 159 sterkan kærleika, skilyrðislausa fórnfýsi og fyrirgefningarlund og takmarkalausa þolinmæði og langlundargeð. Þessar dyggðir hefir kon- an þroskað með sér gegnum aldirnar, og þeirra njótum við í ríkum mæli hvarvetna í okkar daglega lífi, því að enda þótt kærleikseldur konunnar brenni skærast og heitast hjá arni heimilisins og ilji og lýsi fyrst og fremst börnum og maka, þá njóta aðrir líka góðs af til blessunar fyrir allt samfélagið. Um aldirnar hefir höfuðstarfsvið fjölmargra kvenna, um langt skeið ævinnar, fyrst og fremst verið innan vébanda heimilisins. Þar var jafnan mörgum störfum að sinna og að mörgu að gá, en mörg voru þessi störf heldur þreytandi og ekki alltaf þökkuð eða metin að verðleikum, en þó svo óendanlega þýðingarmikil fyrir þrifnað heimilisins og andlega og líkamlega velferð fjölskyldunnar. Við karlar þykjumst oft vinna hin stóru afrek hver á sínu sviði. En vanmetum við ekki æðioft þann bakhjarl, sem við eigum í okkar ágætu eigin- konum, sem með sínu þrotlausa og ósérplægna starfi á heimilunum skapa okkur þó örugga höfn, sem við jafnan getum flúið til undan stormum og stríði og sótt til hvíld og endurnæringu, kraft og hugrekki til nýrra átaka? Og ekki vinnur góð eiginkona þessi þreytandi og tímafreku störf með ólund og hangandi hendi eða eftirtölum. Nei, öðru nær. Hún gengur upp í þeim, setur sitt stolt i, að alltaf sé allt í röð og reglu, hreint og fágað, og er þó oft við ramman reip að draga, þegar kannski meiri partur fjölskyldunnar færir jafnóðum allt úr lagi, eins og verða vill, þar sem börn eru oft fyrirferðarmikil og óvitar. Og ekki er matseldin alltaf sem auðveldust, en matinn vill hún jafnan framreiða heitan og lystugan, en það getur orðið miklum örðugleikum háð, þegar meðlimir fjölskyldunnar þurfa helzt að hafa hver sinn matmálstíma, og sjálfur húsbóndinn mætir kannski til mið- degisverðar um kaffileytið, en til kvöldverðar, þegar reglufólki þykir hæfilegt að drekka kvöldkaffið. Ég þykist vera vanur talsverðri vinnu og erfiði og sé heldur ekkert eftir öðrum að vinna, en þegar ég hugleiði það starf, sem mörg húsmóðir hefir leyst af hendi, hefir kannski átt mörg börn, oft haft litla hjálp og erfiðar heimilisástæður að ýmsu leyti, en hefir komið hópnum sínum á legg með sæmd, ja, þá hættir mér að finnast mikið til um afköst mín og minna líka. Auk allra þessara tímafreku starfa í þágu heimilisins og barn- anna hefir svo konan ætíð þurft að annast að miklu eða mestu leyti hið andlega uppeldi barnanna, móta og laga hinn mjúka leir barns- sálarinnar. Sálfræðingarnir segja okkur, að barnssálin mótist mest á fyrstu aldursárum, en einmitt á meðan samband móður og barns er enn mjög náið og áhrifa móðurinnar á barnið gætir meira en áhrifa nokkurs annars. Það er því augljóst, hvílíka geysiþýðingu það hlýtur að hafa fyrir framtíð hvers manns, að sú undirstaða, sem þarna er lögð, sé það traust cg heilsteypt, að unnt sé að reisa þar ofan á fagra og gallalausa byggingu. Þarna eru því miklar kröfur gerðar til konunnar og sjálfsögð skylda og nauðsyn hvers þjóðfélags að skapa henni þau skilyrði, sem bezt henta til þess að geta gegnt þessu mikla hlutverki. ,,í sálarþroska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.