Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1973, Page 13

Læknablaðið - 01.02.1973, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 5 TABLE VII Previous infarctions TABLE IX Drug treatment other than anticoagulation Number of infarcts. Number of patients Died % Number of patients Died 0 72 14 19.4 Chinidin 1 0 1 16 4 25.0 Lidocain 13 7 2 3 1 Propranolol 7 3 Unknown 3 3 Procainamid 19 6 Digitalis 40 15 19 sjúklingar höfðu örugglega fengið kransæðastíflu áður. Reyndist ekki mark- tækur munur á dánartölu þeirra og hinna, sem ekki höfðu áður fengið kransæða- stíflu. (Tafla VII). Loks var athugað, hversu oft segavörn- um og lyfjameðferð gegn hj artsláttar- óreglu var beitt, og sést fjöldi þeirra að- gerða af VIII. og IX. töflu. UMRÆÐUR Þegar bornar eru saman niðurstöður um árangur meðferðar á kransæðastíflusjúki- ingum fyrir og eftir opnun hjartagæzlu- deilda, ber margs að gæta, áður en unnt er að draga nokkrar ályktanir. Reid bend- ir á allmörg atriði þessa máls, sem veita verður sérstaka athygli.15 Hann heldur því fram, að flestar skýrslur af þessu tagi séu marklausar, vegna þess að enginn hópur sjúklinga sé tekinn til samanburðar. Enn fremur er hann þeirrar skoðunar, að álykt- anir séu dregnar af meðferð of fárra sjúkl- inga.8 í annan stað bendir hann á þá sið- ferðilegu ábyrgð, sem er því samfara að taka annan hóp sjúklinga til samanburðar; sá hópur getur einmitt liðið fyrir það að fá ekki beztu fáanlegu meðferð. Mikilsvert er einnig að gera sér grein fyrir, að lítilsháttar lækkun dánartalna í skýrslum hjartagæzludeilda, getur bent til TABLE VIII Anticoagulation Number of patients Died Heparin only 11 7 Heparin and dicumarol 54 4 Dicumarol only 2 1 Already anticoagulated 8 1 No anticoagulation 19 9 þess, að tekizt hafi að bjarga mörgum mannslífum. í því sambandi nægir að minna á, að kransæðastífla er algengur sjúkdómur. Því hefur t. d. verið haldið fram, að í Bandaríkjunum geti hjarta- gæzludeildir bjargað árlega ca. 100.000 sjúklingum frá dauða.10 í ljósi þessa verðum við að gera okkur ljóst, að erfitt getur reynzt að sýna töl- fræðilega fram á gagnsemi hjartagæzlu- deildar hér í okkar litla landi, þrátt fyrir að erlendis hafi verið sýnt fram á kosti þeirra með næstum óvéfengjanlegum rök- um.7 8 1110 Annað mikilsvert atriði er, að nú á dög- um deyr mikill hluti sjúklinga með krans- æðastíflu utan sjúkrahúss, og gæti breyt- ing vistunaraðferða lækkað dánartölu við- komandi sjúkrahúss.113 Þrátt fyrir fyrrgreinda annmarka er for- vitnilegt að bera saman nokkur atriði varðandi kransæðastíflusjúklinga fyrir og fyrst eftir stofnun hjartagæzludeildar á Landspítalanum. Dánartalan 23,4% er næstum sú sama og á fyrra tímabilinu, en þá var hún 21,0%. Skipting eftir kynjum og aldri var að vonum einnig svipuð. Sjá I. töflu. Inn- an 6 klst. frá því að einkennin birtust, komu 55,3% sjúklinganna. Þessi tala reyndist um 40% í fyrri skýrslum og hef- ur því hækkað um 15%.17 Vera kann, að blaðaskrif og umræður í fjölmiðlum í sam- bandi við opnun hjartagæzludeildar hafi opnað augu sjúklinga fyrir mikilvægi þess að leita til læknis sem fyrst. Kann þessi breyting líka að útskýra að nokkru, hvers vegna dánartala hefur ekki lækkað þrátt fyrir betri aðstöðu. Er hér átt við, að nú deyi fleiri á sjúkrahúsunum en áður. Árið 1948 rannsökuðu Yates o. fl. hóp banda- rískra karlmanna á aldrinum 18-39 ára,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.