Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 36
18 LÆKNABLAÐIÐ LÆKNABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknaldag íslands' og ÍSrI .HhbbHI] Læknaíclag Rcykjavikur f 59. ÁRG. — JAN.-FEB. 1973. HJARTAGÆZLA Hjartagæzla (coronary care) kallast sú meðferð, sem beitt er við sjúklinga með bráða kransæðastíflu og fer fram á sérstakri deild, hjartagæzludeild (intensive coronary care unit), innan sjúkrahúss. Slíkar deildir ráða yfir sérstökum tækjabúnaði og eru mannaðar sérhæfðu starfsfólki. Rúm 10 ár eru liðin frá því, að þessi með- ferð var fyrst reynd á þremur stöðum í Bandaríkjunum og Kanada. Rætur sínar á hún að rekja til lýsingar þriggja lækna frá Boston á hjartahnoði, án þess að brjósthol væri opnað. Retta var árið 1960. — í fyrstu var lögð áherzla á að meðhöndla þá krans- æðasjúklinga, sem voru í hjartadái. Síðan beindist athygli manna að því, hvernig fara skyldi með hjartsláttartruflanir, sem vart var við hjá 80-90% sjúklinga með bráða kransæðastíflu. Nú er meðferð sjúklinga í hjartadái orðin tíð; algeng er og meðhöndl- un gegn hjartsláttartruflunum, og farið er að fást við lost eftir kransæðastíflu með því að skera þegar í stað upp við því. Hérlendis var hjartahnoði beitt á síðasta áratug og greinar birtust um hvernig með- höndla skyldi hjartadá. Hjartagæzludeild var stofnuð á Landspítalanum 1969 og skömmu síðar á Borgarspítalanum. Árið 1970 var tek- in í notkun á þessum sjúkrahúsum sérstök sjúkraskrá yfir hjartagæzlusjúklinga til fram- tíðarúrvinnslu í reiknivélum (prospective study). Greinar hafa birzt um meðferð krans æðasjúklinga, áður en hjartagæzla hófst hérlendis og í þessu þlaði birtist grein um kransæðasjúklinga á Landspítalanum, meðan verið var að skipuleggja hjartagæzludeild þar. Fróðlegt verður að sjá árangur hjarta- gæzludeilda okkar, þegar niðurstöður liggja fyrir. Hjartagæzla hefur verið tekin upp um allan heim og er nú ekki deilt um gildi hennar. Árið 1968 birtist grein í málgagni banda- rískra hjartalækna, þar sem reifaðir voru kostir og gallar meðferðarinnar. Slíkt mundi ekki koma fyrir nú. Dánartölur hafa sýnt, svo að ekki verður um villzt, að dánartíðni í sjúkrahússlegu eftir bráða kransæðastíflu hefur fallið úr 30-35% niður í 14-20%. Ár- angur er beztur og rekstur hagkvæmastur á stórum sjúkrahúsum, þar sem unnt er að fylgjast stöðugt með hjartslætti sjúkling- anna allan sólarhringinn. Þessar nýju aðferðir í meðferð kransæða- sjúklinga krefjast margbrotins tækjabúnaðar og mun fjölmennara starfsfólks heldur en tíðkaðist áður en hjartagæzludeildir voru settar á stofn. Einnig fer fram tímafrek kennsla fyrir lækna og hjúkrunarfólk. Fram- farir í læknisfræði geta ekki orðið án auk- innar þekkingar og meiri vinnu. Nátengt hjartagæzlu er hið mikla vanda- mál að koma sjúklingum með bráða krans- æðastíflu fljótt á sjúkrahús eftir að ein- kenni koma fram og fækka þannig dauðs- föllum af völdum kransæðastíflu utan sjúkrahúsa. Hefur þetta verið rætt áð- ur í ritstjórnargrein þessa blaðs. Þá má ekki gleyma endurhæfingu sjúklinganna, eftir að hjartagæzlu lýkur. Loks má búast við, að framkvæmd verði kransæðakvikmyndun í sí- auknum mæli á þessum sjúklingum til að meta, hvort skurðaðgerða sé þörf. Öll nútímaþjónusta í læknisfræði er frek á mannafla og fjármuni, ef unnt á að vera að færa sér hinar öru framfarir í öllum greinum fræðinnar í nyt. HeiIbrigðisyfirvöld og samtök lækna þurfa því að hafa yfirsýn yfir nýjungar í læknisfræðinni. Aðgæzlu er þörf í meðferð takmarkaðra útgjalda hins opinbera. Ekki er hollt að eyða óhóflega á þröngu sviði, þegar mörg framfaramál í læknisfræði bíða úrlausnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.