Læknablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ
11
Hjalti Þórarinsson og Bjarki Magnússon
HUGLEIÐINGAR UM GREININGU LUNGNAKRABBA-
MEINS Á BYRJUNARSTIGI
í flestum menningarlöndum eykst tíðni
lungnakrabbameins stöðugt. Það er nú tal-
ið fullsannað, að vindlingareykingar séu
meginorsök þessarar aukningar.
Ochsner og fleiri vísindamenn á þessu
sviði fullyrða, að a. m. k. 80% sjúklinga
með cancer pulmonum hefðu ekki fengið
þennan hræðilega sjúkdóm, ef þeir hefðu
ekki ánetjazt tóbaksnautninni.lw
í Bandaríkjum Norðui'-Ameríku deyja
árlega meir en fimmtíu þúsund kariar og
níu þúsund konur úr lungnakrabba.3<J
Margfalt fleiri deyja þó úr öðrum sjúk-
dómum, sem reykingar eru taldar valda,
— eða afleiðingum þessara sjúkdóma. Má
þar til nefna langvarandi lungnakvef,
lungnaþan og síðast en ekki sízt krans-
æðasjúkdóma.
Á íslandi hefur tíðni lungnakrabba einn-
ig aukizt verulega. Á árunum 1931-1954
fundust aðeins 34 sjúklingar með þennan
sjúkdóm hér á landi,21 en 261 sjúklingur
1955-1968 (sjá 2. töflu).
Árin 1955-1959 var lungnakrabbi hér-
lendis fjórða algengasta illkynjaða æxlið
meðal karlmanna og 4.88% af öllum ill-
kynja æxlum hjá þeim, en 1960-1964 var
hlutfallstíðni sjúkdómsins orðin 6.75%,5
og var hann þá þriðja algengasta af ill-
kynja æxlum meðal karlmanna, næst á
eftir cancer ventriculi og cancer prostatae.
1. tafla sýnir aukninguna á þessu tímabili.
Við teljum okkur hafa sýnt fram á það
í skýrslum um lungnakrabba á íslandi, að
Úrdráttur úr framsöguerindi, fluttu á XI.
International Congress of American College of
Chest Physicians (í Lausanne, Sviss 1970) af
Hjalta Þórarinssyni, sem er Chairman of the
International Committee on Cancer í því fé-
lagi. Hringborðsumræður fóru fram undir
hans stjórn um eftirtalin efni: 1) Environ-
mental factors in the etiology of bronchogenic
carcinoma. 2) Early detection of lung cancer,
with special reference to an in situ carcinoma.
greinilegt samband er á milli aukinnar
tíðni sjúkdómsins (1. mynd og 2. tafla)
og stór aukinna vindlingareykinga, sem
hófust 20-25 árum áður. Öðrum þekktum
krabbameinsvöldum á þessu sviði er ekki
til að dreifa hér á landi. Námugröftur er
enginn né iðnaðarvinna með þekktum
krabbameinsvaldandi efnum. Þá getur
mengun andrúmsloftsins ekki talizt hættu-
leg hérlendis enn þá.
Mikið hefur verið deilt um það, hvort
sjúklingar með langvarandi lungnakvef,
fái frekar lungnakrabba en aðrir. Ashley
(1969) komst að þeirri niðurstöðu, að or-
sakasamband væri þarna á milli, og hann
sýndi einnig fram á, að langvarandi
lungnakvef er mun algengara, þar sem
mengun er mikil í lofti, einkum frá reyk.1
Hins vegar virtist kolaryk fremur vera
til góðs, þ. e. a. s. af þeim, sem unnu í lofti
menguðu kolaryki, fengu færri lungna-
kvef og lungnakrabba. Helzt er álitið, að
hjá þeim myndist nokkurs konar ónæmi
eða aukin mótstaða í lungum. Ashley sýndi
5<xle of ctga-rettes per head (192.0 -1910}
Number of cigarebtes soij pgr p,eaci
frorr, tobacco rnoriopo\\j,
Ff9. X