Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 15 mikil og dýr í framkvæmd og e. t. v. varla réttlætanleg enn þá, telja þeir sjálfsagt að hvetja þá, sem líklegastir eru til að fá þennan sjúkdóm, til þess að fara í rann- sókn með vissu millibili, þar sem aðstæð- ur eru fyrir hendi til þess háttar rann- sókna. Hin rannsóknaraðferðin, sem ég minnt- ist á, þ. e. a. s. leit að illkynja frumum í uppgangi, hefur mikið verið rædd á iæknaþingum undanfarið. Við höfum fylgzt með þeim ágæta árangri, sem náðst hefur með þessari aðferð við greiningu leghálskrabbameins á byrjunarstigi — eða carcinoma in situ. Fjölmargir vísindamenn, svo sem Umi- ker og Storey (19 5 2),23 Woolner et al. (1951),25 Holman og Okinaka (1964),12 Papanicolaou et al. (1951)17 og Pearson et al. (1967)18 hafa ritað um intraepi- thelial carcinoma í bronchi og sýnt fram á, að unnt er að greina sjúkdóminn og staðsetja hann á þessu byrjunarstigi sytó- logískt, enda þótt ekkert sjáist á röntgen- myndum. Breytingar geta þó sézt á röntgenmyndum, ef carcinoma in situ vex sem polypoid tumor, sem veldur atelect- asis. Við staðsetninguna kemur histólogísk greining til hjálpar, ef slímhúðarþykkni sést við berknaspeglun (bronchoscopia), og unnt er að taka sýni úr því. Sjáist hins vegar ekkert óeðlilegt við berknaspeglun, þá fæst staðsetningin (localisatio) með því að fara með fína nælonbursta niður í hinar ýmsu berkju- greinar, eftir aðferð Hattori et al., og fá þannig frumusýni til litunar og smásjár- athugunar.11 Einnig má taka biopsia úr smærri berkjugreinum með þar til gerð- um töngum, enda þótt ekki sjáist ofan í þessar greinar við speglunina. Hjá Valaitis et al. var sputum cytologia dæmt óeðlilegt hjá 4.8% reykingamanna („4.5% atypical, 0.2% suspicious og 0.1% positive“) yfir þrítugt, sem höfðu reykt a. m. k. 20 sígarettur á dag í 10 ár eða lengur.24 Nú er það ekki vitað með vissu, hvort carcinoma in situ í bronchi verði alltaf að æxli, sem vaxi ífarandi í vefina undir, og sýnt hefur verið fram á af Meyer et al.,15 Mason og Jordan14 o. fl., að a. m. k. hjá sumum sjúklingum, geti þetta tekið mörg ár og kemur það heim við athugun Collins et al.7 á vaxtarhraða æxla. Sömu höfundar benda á annað þýðingarmikið atriði varðandi batahorfur hjá þessum sjúklingum, en það er, að sjúklingar, sem við uppskurð reynast hafa carcinoma in situ, geta fengið aðra tegund af krabba- meini, sem á upptök sín í lungum, jafnvel mörgum árum síðar. Auerbach og sam- verkamenn hafa raunar haldið því fram, að þess háttar krabbamein á byrjunar- stigi vaxi oft eða oftast á mörgum stöðum samtímis í lungunum.2 í flestum skýrslum um brottnumin lungnaæxli er ekki minnzt á carcinoma in situ — svo sjaldgæft er, að æxlin finn- ist svona snemma. Þar sem minnzt er á þetta, er carcinoma in situ hvergi meira en 2% af öllum brottnumdum æxlum. Við athugun á sjúklingum okkar hér, þá hefur enginn sjúklingur fundizt enn þá með cancer pulmonum á þessu byrjunar- stigi. Svo sem áður hefur verið sýnt fram á, þá er oftast um mun stærri tumores að ræða hér hjá okkur, heldur en annars staðar og histólogísk skipting önnur, eins og getið er í fyrri skrifum um sjúkdóm- inn.22 Grzybowski og Coy (1970)10 lýsa sam- tímis röntgenmyndatöku og sputum cyto- logia hjá 2112 reykingamönnum 40 ára og eldri. Þessir menn voru ekki einkenna- lausir. Cancer pulmonum fannst hjá 17 (0.8%), 8 sjúklingar fundust við mynda- tökuna eina, 7 við cytologiae og aðeins 2 með báðum aðferðunum. Þetta sýnir, að þessar rannsóknaraðferðir eru ófullnægj- andi, þegar þær eru notaðar hvor í sínu lagi. Þeir leggja áherzlu á, að ekki skuli auka á öryggiskennd sjúklinganna, enda þótt rannsókn leiði ekkert í ljós, heldur verði að fylgjast með þeim og brýna fyrir þeim að leita læknis, ef ástæða er til þess. Gildir raunar það sama um allar hóp- rannsóknir, sem framkvæmdar eru í því skyni að finna sjúkdóma á byrjunarstigi. Hér á íslandi er þeim mun meiri ástæða til að gera allt sem kleift er í því skyni að finna lungnakrabbamein á byrjunarstigi, þar sem hlutfallslega miklu meira er hér en í nokkru öðru landi af þeim tegundum sjúkdómsins, sem vaxa hraðast og sá sér fljótt í önnur líffæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.