Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 19 MINNING Prófessor dr. med. SNORRI HALLGRlMSSON F. 9. okt. 1912. D. 27. jan. 1973. Prófessor Snorri Hallgrímsson fæddist á Hrafnsstöðum í Svarfaðardal og voru for- eldrar hans Hallgrímur Sigurðsson bóndi þar og kona hans Þorláksína Sigurðar- dóttir. Snorri lauk stúdentsprófi frá Akur- eyri 1932. Læknisnámi lauk hann við Há- skóla íslands vorið 1936. Hann stundaði framhaldsnám í Danmörku og þó einkum í Svíþjóð og nam bæklunarlækningar auk þess, sem hann gaf sig að skapnaðarað- gerðum. Doktorsritgerð sína, Studies on reconstructive and stabilizing operations on the skeleton of the foot, varði hann við Karolínsku stofnunina árið 1943. Sér- fræðingsviðurkenningu í handlækningum og bæklunarsjúkdómum hlaut Snorri árið 1948. Hann gerðist sjálfboðaliði Svía í Finnlandsstyrjöldinni 1939-1940. Snorri Hallgrímsson sneri heim til starfa 1943. Starfaði hann sem heimilislæknir til 1947, en síðan sem sérfræðingur fram til árs- ins 1962. Við handlækningadeild Land- spítalans starfaði Snorri sem aðstoðar- læknir og síðar deildarlæknir frá 1944- 1945 og 1947-1951, en var þá skipaður prófessor í handlæknisfræði og jafnframt yfirlæknir handlækningadeildar Landspít- alans. Því starfi gegndi hann til dauða- dags. Snorri Hallgrímsson gegndi auk þessa af skörungsskap fjölda trúnaðarstarfa. Má þar nefna störf hans í byggingarnefnd Landspítalans, en í henni átti hann sæti frá 1952. Hann átti og sæti í stjórn Lækna- félags Reykjavíkur 1948-1950, og formað- ur Skurðlæknafélags íslands var hann 1957-1961. Hann hlaut margháttaða viður- kenningu fyrir störf sín, bæði hér heima og erlendis. Eftir prófessor Snorra liggja allviðamikil ritverk í tímaritum, og bók- um. Á síðari árum fékk prófessor Snoi’ri mikinn áhuga á fiskrækt og vann að þeim málum af þeirri framtakssemi, sem hon- um var eiginleg. Snorri Hallgrímsson kvæntist árið 1942 eftirlifandi konu sinni, Þuríði Finnsdóttur. Eignuðust þau 5 mannvænleg börn. Prófessor Snorri Hallgrímsson er harm- dauði allri íslenzku þjóðinni. íslenzkir læknar sjá á bak einum hinna mikilhæí- ustu úr sínum hópi. Ritstjórn Læknablaðs- ins vottar vandamönnum hans dýpstu sam- úð. P. A. Prófessor Snorri Hallgrímsson andaðist 27. jan. 1973 aðeins liðlega sextugur. Þó að æviár hans yrðu ekki fleiri, var ævistarfið langt, því hver stund var vel nýtt. Prófessor Snorri var í fararbroddi í ís- lenzkum skurðlækningum frá því hann hóf störf í landinu. Hann var annar sér- fræðingur í bæklunarlækningum á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.