Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1973, Side 37

Læknablaðið - 01.02.1973, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ 19 MINNING Prófessor dr. med. SNORRI HALLGRlMSSON F. 9. okt. 1912. D. 27. jan. 1973. Prófessor Snorri Hallgrímsson fæddist á Hrafnsstöðum í Svarfaðardal og voru for- eldrar hans Hallgrímur Sigurðsson bóndi þar og kona hans Þorláksína Sigurðar- dóttir. Snorri lauk stúdentsprófi frá Akur- eyri 1932. Læknisnámi lauk hann við Há- skóla íslands vorið 1936. Hann stundaði framhaldsnám í Danmörku og þó einkum í Svíþjóð og nam bæklunarlækningar auk þess, sem hann gaf sig að skapnaðarað- gerðum. Doktorsritgerð sína, Studies on reconstructive and stabilizing operations on the skeleton of the foot, varði hann við Karolínsku stofnunina árið 1943. Sér- fræðingsviðurkenningu í handlækningum og bæklunarsjúkdómum hlaut Snorri árið 1948. Hann gerðist sjálfboðaliði Svía í Finnlandsstyrjöldinni 1939-1940. Snorri Hallgrímsson sneri heim til starfa 1943. Starfaði hann sem heimilislæknir til 1947, en síðan sem sérfræðingur fram til árs- ins 1962. Við handlækningadeild Land- spítalans starfaði Snorri sem aðstoðar- læknir og síðar deildarlæknir frá 1944- 1945 og 1947-1951, en var þá skipaður prófessor í handlæknisfræði og jafnframt yfirlæknir handlækningadeildar Landspít- alans. Því starfi gegndi hann til dauða- dags. Snorri Hallgrímsson gegndi auk þessa af skörungsskap fjölda trúnaðarstarfa. Má þar nefna störf hans í byggingarnefnd Landspítalans, en í henni átti hann sæti frá 1952. Hann átti og sæti í stjórn Lækna- félags Reykjavíkur 1948-1950, og formað- ur Skurðlæknafélags íslands var hann 1957-1961. Hann hlaut margháttaða viður- kenningu fyrir störf sín, bæði hér heima og erlendis. Eftir prófessor Snorra liggja allviðamikil ritverk í tímaritum, og bók- um. Á síðari árum fékk prófessor Snoi’ri mikinn áhuga á fiskrækt og vann að þeim málum af þeirri framtakssemi, sem hon- um var eiginleg. Snorri Hallgrímsson kvæntist árið 1942 eftirlifandi konu sinni, Þuríði Finnsdóttur. Eignuðust þau 5 mannvænleg börn. Prófessor Snorri Hallgrímsson er harm- dauði allri íslenzku þjóðinni. íslenzkir læknar sjá á bak einum hinna mikilhæí- ustu úr sínum hópi. Ritstjórn Læknablaðs- ins vottar vandamönnum hans dýpstu sam- úð. P. A. Prófessor Snorri Hallgrímsson andaðist 27. jan. 1973 aðeins liðlega sextugur. Þó að æviár hans yrðu ekki fleiri, var ævistarfið langt, því hver stund var vel nýtt. Prófessor Snorri var í fararbroddi í ís- lenzkum skurðlækningum frá því hann hóf störf í landinu. Hann var annar sér- fræðingur í bæklunarlækningum á íslandi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.