Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 38
20 LÆKNABLAÐIÐ Hér og erlendis nam hann almennar skurð- lækningar og varð prófessor í þeirri grein. Á námsárum sínum í Stokkhólmi komst hann í kynni við skapnaðarlækningar (plastik kirurgi) og stundaði nám í þeirri grein um skeið. Fyrstu árin, sem hann starfaði hér, stundaði hann mest bæklunar- og skapn- aðarlækningar, en áhugi hans beindist síð- ar eins og fyrr segir að almennum skurð- lækningum og æðaskurðlækningum. Hann gerði þó bæklunaraðgerðir fram á síðustu ár og áhrifa af náminu í skapn- aðarlækningum gætti ávallt í starfi hans. Prófessor Snorri hafði til að bera marga beztu kosti skurðlæknis og komu þeir alls staðar fram í starfi hans. Sem ,,kliniker“ var hann frábær, sérlega við að meta rétt aðstæður, einkum í bráðatilfellum. Hann var djarfur skurðlæknir, en dirfskan var tempruð af rökréttu klínísku mati, en auic þess var hann hugkvæmur, lagvirkur og vandvirkur í bezta lagi og vefjavinur svo af bar. Fáum var ljósara en prófessor Snorra, að læknishjálp lýkur ekki við útgöngu- dyr skurðstofunnar. Hann stundaði sjúkl- inga sína af mestu kostgæfni eftir aðgerð- ir, og sleppti helzt ekki af þeim höndum fyrr en þeir voru albata. Hinum, sem ann- aðhvort báru ævilöng örkuml eða dauð- inn hafði markað sér óafmáanlega, reynd- ist hann vinur og læknir, þar til yfir lauk. Þannig var læknirinn. Kennaranum kynntist ég ekki nema sem eldri kollega, sem ávallt var reiðubúinn til að veita ráð eða aðstoð, hvort sem var á nóttu eða degi, en í kennslu stúdenta er mér sagt, að ríkt hafi meðfæddir hæfileikar til að greina að aðalatriði og aukaatriði ásamt mikilli reynslu og staðgóðri þekkingu. Sem prófessor og yfirlæknir við aðal- kennsluspítala íslands var prófessor Snorri í forsvari fyrir íslenzkar skurðlækningar bæði inn á við og út á við. Þá var hann einn aðalhvatamaður að stofnun Skurð- læknafélags íslands og formaður þess um skeið. Meðal erlendra lækna var hann jafn- ingi, sem afdráttarlaust sagði hug sinn, hver sem í hlut átti. Fáir áttu stærri hlut að uppbyggingu Landspítalans en prófessor Snorri. Hann mun hafa verið með í ráðum um flestar framkvæmdir á Landspítalalóðinni. Hún var starfsvettvangur hans við lækningar og kennslu, og má vera að mörk hennar hafi á stundum byrgt honum sýn. Áhugi prófessors Snorra beindist að fleiru en læknisfræði, þó hún ætti hug hans nær óskiptan framan af ævi. Hann var veiðimaður, svo sem títt er um skurð- lækna, en er á leið varð ræktunar- og vísindamaðurinn ofan á, og fiskrækt hafði hann ákveðið að yrði sit't annað ævistarf. Svipur Landspítalans slaknar við brott- hvarf prófessors Snorra. Hljóðnað er hvat- lega fótatakið. Burtu er sá, sem afdráttar- laust sagði álit sitt til lofs eða gagnrýni, hver ssm í hlut átti. Horfinn er sá, sem lífgaði langar næturstöður við skurðborð- ið með geislandi þreki, ódrepandi bjart- sýni og gamansemi, sem stundum var í hrjúfara lagi fyrir viðkvæmar sáálir. Eftir lifa minningarnar um allt þetta og um svipmikinn, góðan dreng. Þær minningar er gott að geyma. Árni Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.