Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1973, Qupperneq 23

Læknablaðið - 01.02.1973, Qupperneq 23
LÆKNABLAÐIÐ 11 Hjalti Þórarinsson og Bjarki Magnússon HUGLEIÐINGAR UM GREININGU LUNGNAKRABBA- MEINS Á BYRJUNARSTIGI í flestum menningarlöndum eykst tíðni lungnakrabbameins stöðugt. Það er nú tal- ið fullsannað, að vindlingareykingar séu meginorsök þessarar aukningar. Ochsner og fleiri vísindamenn á þessu sviði fullyrða, að a. m. k. 80% sjúklinga með cancer pulmonum hefðu ekki fengið þennan hræðilega sjúkdóm, ef þeir hefðu ekki ánetjazt tóbaksnautninni.lw í Bandaríkjum Norðui'-Ameríku deyja árlega meir en fimmtíu þúsund kariar og níu þúsund konur úr lungnakrabba.3<J Margfalt fleiri deyja þó úr öðrum sjúk- dómum, sem reykingar eru taldar valda, — eða afleiðingum þessara sjúkdóma. Má þar til nefna langvarandi lungnakvef, lungnaþan og síðast en ekki sízt krans- æðasjúkdóma. Á íslandi hefur tíðni lungnakrabba einn- ig aukizt verulega. Á árunum 1931-1954 fundust aðeins 34 sjúklingar með þennan sjúkdóm hér á landi,21 en 261 sjúklingur 1955-1968 (sjá 2. töflu). Árin 1955-1959 var lungnakrabbi hér- lendis fjórða algengasta illkynjaða æxlið meðal karlmanna og 4.88% af öllum ill- kynja æxlum hjá þeim, en 1960-1964 var hlutfallstíðni sjúkdómsins orðin 6.75%,5 og var hann þá þriðja algengasta af ill- kynja æxlum meðal karlmanna, næst á eftir cancer ventriculi og cancer prostatae. 1. tafla sýnir aukninguna á þessu tímabili. Við teljum okkur hafa sýnt fram á það í skýrslum um lungnakrabba á íslandi, að Úrdráttur úr framsöguerindi, fluttu á XI. International Congress of American College of Chest Physicians (í Lausanne, Sviss 1970) af Hjalta Þórarinssyni, sem er Chairman of the International Committee on Cancer í því fé- lagi. Hringborðsumræður fóru fram undir hans stjórn um eftirtalin efni: 1) Environ- mental factors in the etiology of bronchogenic carcinoma. 2) Early detection of lung cancer, with special reference to an in situ carcinoma. greinilegt samband er á milli aukinnar tíðni sjúkdómsins (1. mynd og 2. tafla) og stór aukinna vindlingareykinga, sem hófust 20-25 árum áður. Öðrum þekktum krabbameinsvöldum á þessu sviði er ekki til að dreifa hér á landi. Námugröftur er enginn né iðnaðarvinna með þekktum krabbameinsvaldandi efnum. Þá getur mengun andrúmsloftsins ekki talizt hættu- leg hérlendis enn þá. Mikið hefur verið deilt um það, hvort sjúklingar með langvarandi lungnakvef, fái frekar lungnakrabba en aðrir. Ashley (1969) komst að þeirri niðurstöðu, að or- sakasamband væri þarna á milli, og hann sýndi einnig fram á, að langvarandi lungnakvef er mun algengara, þar sem mengun er mikil í lofti, einkum frá reyk.1 Hins vegar virtist kolaryk fremur vera til góðs, þ. e. a. s. af þeim, sem unnu í lofti menguðu kolaryki, fengu færri lungna- kvef og lungnakrabba. Helzt er álitið, að hjá þeim myndist nokkurs konar ónæmi eða aukin mótstaða í lungum. Ashley sýndi 5<xle of ctga-rettes per head (192.0 -1910} Number of cigarebtes soij pgr p,eaci frorr, tobacco rnoriopo\\j, Ff9. X
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.