Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1973, Side 36

Læknablaðið - 01.02.1973, Side 36
18 LÆKNABLAÐIÐ LÆKNABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknaldag íslands' og ÍSrI .HhbbHI] Læknaíclag Rcykjavikur f 59. ÁRG. — JAN.-FEB. 1973. HJARTAGÆZLA Hjartagæzla (coronary care) kallast sú meðferð, sem beitt er við sjúklinga með bráða kransæðastíflu og fer fram á sérstakri deild, hjartagæzludeild (intensive coronary care unit), innan sjúkrahúss. Slíkar deildir ráða yfir sérstökum tækjabúnaði og eru mannaðar sérhæfðu starfsfólki. Rúm 10 ár eru liðin frá því, að þessi með- ferð var fyrst reynd á þremur stöðum í Bandaríkjunum og Kanada. Rætur sínar á hún að rekja til lýsingar þriggja lækna frá Boston á hjartahnoði, án þess að brjósthol væri opnað. Retta var árið 1960. — í fyrstu var lögð áherzla á að meðhöndla þá krans- æðasjúklinga, sem voru í hjartadái. Síðan beindist athygli manna að því, hvernig fara skyldi með hjartsláttartruflanir, sem vart var við hjá 80-90% sjúklinga með bráða kransæðastíflu. Nú er meðferð sjúklinga í hjartadái orðin tíð; algeng er og meðhöndl- un gegn hjartsláttartruflunum, og farið er að fást við lost eftir kransæðastíflu með því að skera þegar í stað upp við því. Hérlendis var hjartahnoði beitt á síðasta áratug og greinar birtust um hvernig með- höndla skyldi hjartadá. Hjartagæzludeild var stofnuð á Landspítalanum 1969 og skömmu síðar á Borgarspítalanum. Árið 1970 var tek- in í notkun á þessum sjúkrahúsum sérstök sjúkraskrá yfir hjartagæzlusjúklinga til fram- tíðarúrvinnslu í reiknivélum (prospective study). Greinar hafa birzt um meðferð krans æðasjúklinga, áður en hjartagæzla hófst hérlendis og í þessu þlaði birtist grein um kransæðasjúklinga á Landspítalanum, meðan verið var að skipuleggja hjartagæzludeild þar. Fróðlegt verður að sjá árangur hjarta- gæzludeilda okkar, þegar niðurstöður liggja fyrir. Hjartagæzla hefur verið tekin upp um allan heim og er nú ekki deilt um gildi hennar. Árið 1968 birtist grein í málgagni banda- rískra hjartalækna, þar sem reifaðir voru kostir og gallar meðferðarinnar. Slíkt mundi ekki koma fyrir nú. Dánartölur hafa sýnt, svo að ekki verður um villzt, að dánartíðni í sjúkrahússlegu eftir bráða kransæðastíflu hefur fallið úr 30-35% niður í 14-20%. Ár- angur er beztur og rekstur hagkvæmastur á stórum sjúkrahúsum, þar sem unnt er að fylgjast stöðugt með hjartslætti sjúkling- anna allan sólarhringinn. Þessar nýju aðferðir í meðferð kransæða- sjúklinga krefjast margbrotins tækjabúnaðar og mun fjölmennara starfsfólks heldur en tíðkaðist áður en hjartagæzludeildir voru settar á stofn. Einnig fer fram tímafrek kennsla fyrir lækna og hjúkrunarfólk. Fram- farir í læknisfræði geta ekki orðið án auk- innar þekkingar og meiri vinnu. Nátengt hjartagæzlu er hið mikla vanda- mál að koma sjúklingum með bráða krans- æðastíflu fljótt á sjúkrahús eftir að ein- kenni koma fram og fækka þannig dauðs- föllum af völdum kransæðastíflu utan sjúkrahúsa. Hefur þetta verið rætt áð- ur í ritstjórnargrein þessa blaðs. Þá má ekki gleyma endurhæfingu sjúklinganna, eftir að hjartagæzlu lýkur. Loks má búast við, að framkvæmd verði kransæðakvikmyndun í sí- auknum mæli á þessum sjúklingum til að meta, hvort skurðaðgerða sé þörf. Öll nútímaþjónusta í læknisfræði er frek á mannafla og fjármuni, ef unnt á að vera að færa sér hinar öru framfarir í öllum greinum fræðinnar í nyt. HeiIbrigðisyfirvöld og samtök lækna þurfa því að hafa yfirsýn yfir nýjungar í læknisfræðinni. Aðgæzlu er þörf í meðferð takmarkaðra útgjalda hins opinbera. Ekki er hollt að eyða óhóflega á þröngu sviði, þegar mörg framfaramál í læknisfræði bíða úrlausnar.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.