Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1973, Page 22

Læknablaðið - 01.02.1973, Page 22
10 LÆKNABLAÐIÐ Fyrir kom einnig, að við aðstoðuðum við hinar erfiðari operationir. Aðstoðarlæknir Guðmundar Magnússonar við operationir var Matthías Einarsson. Guðmundur gekk ríkt eftir, að allt væri í reglu og ná- kvæmni í aseptic. Ekki var lyfta í sjúkra- húsinu, og urðum við að bera sjúklingana af neðri hæðinni og niður stigann, en skurðstofan var uppi. Starfið í tímum og á spítalanum tók all- an fyrri hluta dagsins, stundum fram á miðjan dag, en seinni hluti dagsins var ætlaður til lestrar. Tæki til klínískra rannsókna voru fá og fábrotin, ekki síður en kennslutækin. Röntgentæki voru ekki til, að ekki sé talað um elektrocardiograph eða tæki til eína- skiptarannsóknar. Blóðþrýstingur var ekki mældur og blóðsökk var þá ekki komið til sögunnar. Algengasta tækið var þá eins og nú stethoskop, binaurelt eða einfalt. Hið einfalda þótti henta við hlustun fóst- urhljóða og til að athuga perlucitet (t. d. hydrocele). Ehn fremur áttu flestir mikroscop, annaðhvort frá Zeiss eða Leitz (mesta stækkun x 1260 með immersio). Það var talsvert notað við rannsóknir, bæði við leit að sýklum (eink. bac. tuberc. og gnoceum) og við þvagrannsóknir. Enn fremur áttum við augnspegil (Liebreichs- opthalmoscop), ennisspegill ásamt eyrna- trektum, nefspeculum og larynxspeglum, magakanna (-sondu), vaginalspeculum og rectoscop. Auk þess voru auðvitað chemi- calia og tilheyrandi áhöld til rannsókna á magavökva, þvagi og saur. Til leiðbeining- ar við slíkar rannsóknir voru notaðar bæk- ur: Seifert u. Múller, Taschenbuch der medizinklinischen Diagnostik, eða: Scheel og Ellermann, Klinisk Mikroskopi, Kemi og Bakteriologi. Þetta voru þau rann- sóknartæki, sem ég man eftir. Annars varð að notast við hendurnar, skilningarvitin og heilbrigða dómgreind. Aðalaðferðirnar voru þá þessar fjórar sígildu: Inspectio, palpatio, percussio og auscultatio. Per- cussio — bang — var talin mikilvæg rann- sóknaraðferð. Fyrir utan dumbt (mat) var kennt að greina á milli, hvort banghljóðið var hátt eða lágt, hljómandi eða ekki, sterkt eða veikt, stutt eða langt. Misjafn- lega urðu menn slyngir bangarar, og sagt var frá ýkjum í því sambandi. Man ég þá sögu af dönskum prófessor, að hann þótt- ist geta greint appendicitis-deyfu með því að percutera apex pulmonis. Fáanleg voru bangáhöld, pere.-hamar og plessimeter, en enginn okkar eignaðist þau. ,,Fingur á fingur“percussio var látin duga. Auscul- tatio var einnig mikilvæg rannsóknarað- ferð. Til þess að ná sem fullkomnustum árangri (t. d. að greina lágt ,,knæti“), var lögð áherzla á algjöra þögn í herberginu. Þótt rannsóknartækin væru frumstæð, virtist mér, að oft mætti komast langt með þeim til réttrar sjúkdómsgreiningar, ef dómgreindin var notuð. En mér virðist, að ekki hafi reynt síður á hana þá en nú. Man ég eftir margri ánægjustund, er við hlustuðum á ,,magister“ (Guðm. Magn.) dæma um einkenni og hnita hringana, þangað til hann kom niður á ákveðinn stað, — þá réttu sjúkdómsgreiningu, — og fá hana staðfesta við operatio. Þegar ég nú lít til baka á námsárin, þá hef ég þá skoðun, að kennararnir hafi ver- ið góðir kennarar, sem ræktu störf sín af dugnaði og fullri samvizkusemi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.