Læknablaðið - 01.02.1973, Qupperneq 26
14
LÆKNABLAÐIÐ
TABLE4
Smoking habits Of 137 patients admitted, P.A.D. was known in 121 cases. Smoking habits known in 92 cases (76.0%)
Squamos. Undiff. Oat-cell Adeno carcinoma Alveolar
Cigarettes heavy smokers 10 years 3.5
Cigarettes heavy smokers 10-20 years 6.9 4.7 6.6
Cigarettes heavy smokers 20 years 79.2 63.7 70.3 36.4
Cigarettes moderate smokers 40 years 6.6
Cigarettes moderate smokers 10-20 years 9.6 3.4
Cigarettes moderate smokers 20 years 3.5 9.6 13.2 18.2
Pipe heavy smokers 3.5 5.8 9.1 1001)
Cigars 5.8
Never smoked 3.5 36.4
1) One patient 100%.
ir, sem unnt er að beita við leit að lungna-
krabba á byrjunarstigi: 1) Taka röntgen-
mynda af lungum og 2) leit að illkynja
frumum í uppgangi eða berkjuskoli, ef
myndatakan hefur gefið tilefni til berkju-
speglunar.
Það heíur komið í Ijós, að þar sem
röntgenmyndatöku er beitt í stórum stíl
við leit að lungnaberklum, þar finnast
sjúklingar með lungnakrabba fyrr, og
fleiri lifa í 5 ár eftir aðgerðir en ella. Hér
má einnig geta þess, að sjúklingum með
lungnaberkla eða örvef í lungum af öðrum
ástæðum, virðist hættara við að fá lungna-
krabba. Sumar skýrslur sýna margfalt
hærri tíðni hjá þessum sjúklingum. Hjá
Kubik et al (1968) er tíðnin t. d. fimm-
föld (165 af 100.000 á móti 35 af
100.000).13
Af hinum ýmsu niðurstöðum, sem birt-
ar hafa verið um röntgenmyndatöku við
hóprannsóknir, skal hér aðeins minnzt á
skýrslu Brett frá 1968.° Þar var um að
ræða fjöldarannsóknir á vegum Mass
Radiography Service of the North-West
Metropolitan Region í London. Borinn var
saman árangur við myndatöku á sex mán-
aða fresti annars vegar og hins vegar á
þriggja ára fresti. Rannsakaðir voru stór-
ir hópar einstaklinga, sem valdir voru af
handahófi (29.723 og 25.311 einstakling-
ar). Reykingavenjur og aldursskipting var
mjög áþekk hjá báðum þessum hópum.
Lungnakrabbi fannst við hinar reglulegu
myndatökur hjá 65 í þeim flokki, sem
rannsakaður var á 6 mán. fresti, þ. e. 0.9
af þúsund skoðaðra (annual incidence and
detection rate). Af þessum sjúklingum,
sem fundust við hinar reglulegu mynda-
tökur, voru 65% með skurðtæk æxli á
móti 43.6% af öllum þeim, sem fundust
með cancer pulm. í þessum flokki á þrem
árum. Hins vegar voru aðeins 29% með
skurðtæk æxli í samanburðarflokknum,
sem voru myndaðir í byrjun og lok þriggja
ára tímabilsins, sem rannsóknin náði yfir.
í fyrri flokknum fundust 72.7% af öll-
um sjúklingum með lungnakrabbamein
við hinar reglulegu röntgenmyndatökur,
en aðeins 38.5% í hinum flokknum. Dauðs-
föll af völdum cancer pulm. voru 0.7 og
0.8 af þúsundi í þessum flokkum, og því
ekki ýkja mikill munur þar á. Niðurstaða
Brett et al. var því sú, að enda þótt dauðs-
föllum af völdum cancer pulm. hafi ekki
fækkað verulega þrátt fyrir myndatöku á
sex mánaða fresti, miðað við þá, sem gerð
var á 3ja ára fresti, þá séu þó meiri mögu-
leikar á, að æxlið sé skurðtækt, því fyrr
sem það er greint, og sjúklingurinn tekinn
til meðferðar.
Jafnvel þótt slík fjöldarannsókn sé viða-