Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1973, Síða 41

Læknablaðið - 01.02.1973, Síða 41
LÆKNABLAÐIÐ 23 ustu svo sem röntgenmyndatöku, rann- sókn og svæfingaþjónustu og tekur við sjúklingum til rannsókna og meðferðar í almennri lyflæknis-, handlæknis- og fæðingarfræði, sem unnt er að veita utan svæða- og deildarsjúkrahúsa". Fjórði flokkur sjúkrahúsa nefnist „Hjúkrunar- og endurhæfingarheimili“ og er skv. frumvarpinu skilgreindur sem vist- heimili fyrir sjúklinga, sem búið er að sjúkdómsgreina, en þarfnast meðferðar, sem hægt er að veita utan almennra og sérhæfðra sjúkrahúsa. Sjúkhngahópur sá, er hér um ræðir, mun vera mjög fjölmenn- ur, þar sem til hans hljóta að teljast elli- sjúkir, sem með hækkuðum meðalaldri fer stöðugt fjölgandi, auk annarra langlegu- sjúklinga. Ég tel fjölmörg, þungvæg rök hníga að því, að hverfa beri, svo sem unnt er, frá þeirri stefnu að smala ellisjúkum og lang- legusjúklingum hvaðanæva af landinu inn á stórar, ópersónulegar geymslustofnanir í höfuðborginni. Þess í stað tel ég að stefna beri að því að koma upp mörgum tiltölu- lega smáum vistheimilum fyrir þann sjúkl- ingahóp, er hér á í hlut. Margvísleg rök má færa fram til stuðnings slíkri skipan þessara mála. Mundi ég þar fyrst nefna það mannúðarsjónarmið, að elli- og lang- vistunarsjúklingar fái að dveljast sem næst sínum heimahögum, ættingjum og vinum. Þá virðist það almenn reynsla, að þessir sjúklingar una sér bezt á litlum stofnunum, þar sem allt andrúmsloft verð- ur heimilislegra og persónulegra en orðið getur á stórum vistheimilum. Ýmislegt fleira mætti upp telja þessu til stuðnings, þ. á m. bein fjárhagsleg rök, svo sem síð- ar mun að vikið. Ljóst er, að líkur á því, að vistmenn þessara stofnana þarfnist læknishjálpar og vistar á reglulegum sjúkrahúsum, eru mun meiri en almennt gerist. Því er nauð- synlegt, að þær séu reistar í nánum tengsl- um við sjúkrahús, eða a. m. k. heilsugæzlu- stöðvar. Ég tel, að tvímælalaust beri að stefna að því, að slík vistheimili séu við öll al- menn sjúkrahús landsins, svo sem frum- varp til heilbrigðislaga virðist gera ráð fyrir, en auk þess við öll sjúkraskýli. í fimmta flokki sjúkrahúsa eru sjúkra- skýli, sem skilgreind eru sem húsrými í heilsugæzlustöð, eða annars staðar, sem eingöngu er ætlað til gæzlu eða athugunar sjúklinga um skamman tíma. Verksvið sjúkraskýla tel ég, að eigi fyrst og fremst að vera eftirfarandi: 1) Tímabundin gæzla mikið veikra sjúkl- inga, sem bíða flutnings til annarra sjúkrahúsa. 2) Athugun og rannsókn sjúklinga með óvissa sjúkdómsgreiningu til að fá úr því skorið, hvort þá þarf að senda til frekari rannsókna eða meðferðar á önnur sjúkrahús. 3) Einföld fæðingarhjálp. 4) Meðhöndlun minni háttar handlæknis- og lyflæknissjúkdóma, sem ekki krefj- ast meðferðar á stærri sjúkrahúsum. Um nauðsyn slíkra sjúkraskýla mun vart deilt, enda eiga þau sér orðið langa sögu í heilbrigðiskerfi okkar, þótt rekstur margra þeirra hafi ýmist aldrei hafizt eða fallið niður vegna eðlilegra rekstursörðug- leika. í mörgum héraðslæknisbústöðum var rúm ætlað fyrir sjúkraskýli. Þar sem hér var yfirleitt um svo smáar stofnanir að ræða, að þar var ekki verksvið fyrir annars nauðsynlegan starfskraft, féll rekstur þeirra fljótlega niður, ef þau yfir- leitt voru nokkurn tíma starfrækt. Ekki verður séð, að rekstursgrundvöllur sjúkra- skýla hafi að þessu leyti breytzt, frá því er áður var. Rúmafjöldi á hverjum stað fyrir slíka þjónustu mundi vart meiri en 6-10 rúm og þess vart að vænta, að þau yrðu öll nýtt nema lítinn hluta úr árinu. Er því auð- sætt, hversu erfitt mundi að fá hæfa starfs- krafta að slíkri stofnun, svo og að kostn- aður á hvert rúm yrði óhjákvæmilega óeðlilega hár. Því er það, að hér er lagt til, að við hvert sjúkraskýli verði vist- heimili fyrir ellisjúka og aðra langdvalar- sjúklinga, eða hjúkrunar- og endurhæfing- arheimili, svo sem slíkar stofnanir eru nefndar í frumvarpi til heil'brigðislaga. Með slíku fyrirkomulagi ynnist tvennt í senn: Sjúklingafjöldi yrði nægilegur til að skapa reksturshæfa stofnun, jafnframt því sem komið væri til móts við það mann- úðarsjónarmið, að elli- og langdvalarsjúkl- ingar vistuðust á þeirri tegund stofnana,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.