Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1973, Qupperneq 51

Læknablaðið - 01.02.1973, Qupperneq 51
LÆKNABLAÐIÐ 29 HV'NP 3 styrkjum og læknar styðja hana með hug- sjón og vinnu. Slík rannsóknastarfsemi leiðir gjarnan til lausna á þeim vandamál- um sem leitazt er við að leysa, eða lausna skyldra vandamála, og við það eflist traust almennings og lækna á þessari starfsemi og styrkur þeirra heldur áfram að magna hana. Hins vegar opnar rannsóknastarf- semi ný viðhorf til málanna og með þeim nýju viðhorfum bætast við áður óþekkt vandamál. Áður en langt um líður er farið að vinna að lausn þessara nýju vanda- mála, og þannig myndast sívíkkandi hring- rás þekkingarleitar. Ekki bætist þó öll þekking, sem þannig skapazt, við magn gildrar þekkingar. Hluti hennar úreldist og telst ófullnægjandi, þegar betri vitneskja kemur fram. Það er ekki nauðsynlegt og ekki framkvæman- legt að mæla nákvæmlega vaxtahraða þekkingarinnar til þess að skynja, hverjar séu afleiðingar þessa vaxtar. 3. mynd er gróft línurit sem á að skýra þennan vöxt á myndrænan hátt. Á mynd- inni er gert ráð fyrir, að á hverju ári bæt- ist við 10% ný þekking, þar af 5% sem úreldist með tímanum, þannig að nettó vöxtur gildrar þekkingar er 5% á ári. Hækkandi línan sýnir magn þeirrar þekk- ingar sem gild er á hverjum tíma. Lækk- andi línan sýnir magn þeirrar þekkingar sem er enn í gildi frá ákveðnum tíma. Skyggðu svæðin tákna magn þeirrar þekk- ingar sem þarf að bæta við sig eftir náms- lok í læknisfræði viðkomandi ár, til að halda gildri menntun. Reynsla undanfar- inna áratuga virðist staðfesta þessa upp- setningu. Af þessu sést hvernig magn þekkingar sem var gild við brautskrán- ingu læknis úr háskóla, minnkar frá ári til árs þannig, að við lok starfsferils ræð- ur sá læknir er hélt ekki við þekkingu sinni, aðeins yfir litlum hluta þekkingar, sem þá er talin góð og gild. En þó að fundnar væru leiðir til að miðla upplýsingum jafnt og þétt til hinna starfandi lækna, yrði að uppfylla eitt skil- yrði enn: Læknar yrðu að geta notfært sér þetta gífurlega magn nýrrar vitneskju í daglegu starfi, með öryggi, á viðunandi hátt og skjótt. 2.3. Hinn sívaxandi vandi við töku ákvarð- ana í klínísku umhverfi Hinn mikli og margbreytilegi fjöldi klín- ískra mynda knýr læknanemann til að læra utan að þúsundir rökrænna keðja ásamt afbrigðum þeirra og mynda flókið upplýsinganet allra þessara þráða í huga sínum. Öryggi í ákvörðunartöku er senni- lega í öfugu hlutfalli við flækju upplýs- inganetsins. Því flóknara og margbrotnara sem upplýsinganetið er, því líklegra er að óviðkcmandi eða lítilvæg hlið málsins dragi athygli læknisins að sér. Afleiðing- ar minnkandi vissu við ákvarðanir á gæði læknisfræðilegra verka eru fyrirsjáanleg- ar. Þessi geigvænlega þróun er í fullu samræmi við lögmál upplýsingafræði (information theory). Samkvæmt þeim minnkar raunverulegt magn skynjaðra upplýsinga í hlutfalli við aukningu upp- lýsingamagns, þegar það hefur farið yfir ákveðið hámark. 3.0. NIÐURSTAÐA Það hefur verið sýnt fram á að lækna- skortur sé fyrir hendi og erfitt sé að grunnmennta nógu marga lækna til að mæta auknum kröfum um heilbrigðisþjón- ustu. Einnig hefur verið sýnt fram á, að þær leiðir sem notaðar eru til að miðla nýrri þekkingu til hinna starfandi lækna jafnt og þétt, séu löngu orðnar ófullnægj- andi vegna hins sívaxandi upplýsinga- magns. Loks hefur verið bent á, hversu miklu erfiðara er að taka réttar ákvarð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.