Læknablaðið - 01.02.1973, Side 52
30
LÆKNABLAÐIÐ
anir, þegar þær eiga að byggjast á óyfir-
sjáanlegu upplýsingamagni.
Vonazt er til að upplýsingakerfi, byggð
á tölvutækni, geti leyst ofangreind vanda-
mál að einhverju leyti. Slík tölvukerfi
skiptast í 4 meginflokka:
1. Rekstrarleg upplýsingakerfi, notuð
aðallega á sjúkrahúsum við hagræð-
ingu daglegra starfa klínískra deilda,
í sambandi við skráningu, geymslu og
miðlun þarflegra upplýsinga til réttra
aðila á réttum tíma.
2. Kerfi er miðast fyrst og fremst að
hagkvæmri og/eða sjálfvirkri véltöku
upplýsinga. Meðal slíkra kerfa eru
kerfi til sjálfvirkra mælaaflestra á
rannsóknarstofum, kerfi notuð við
véltöku sjúkrasagna o. fl.
3. Sjúkdómsgreiningarkerfi, byggð á
tölfræðilegum líkum hinna mismun-
andi sjúkdóma með tilliti til ein-
kenna.
4. Upplýsingakerfi til aðstoðar klínískra
ákvarðana, t. d. kerfið C.D.S.S.
(Clinical Decision Support System),
sem er þróað af Advanced Systems
Development Division, IBM í Banda-
ríkjunum.
í næstu grein verður útskýrt hlutverk
og uppbygging rekstrarlegra sjúkrahús-
kerfa og sjálfvirkar aðferðir við véltöku
klínískra upplýsinga, en þessir þættir eru
undirstaða fyrir byggingu kerfa í líkingu
við C.D.S.S.