Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1973, Qupperneq 62

Læknablaðið - 01.02.1973, Qupperneq 62
34 LÆKNABLAÐIÐ Leihbein.ingar fyrir greinaböfunda Fræðilegar greinar í Læknablaðið skulu sendar ritstjórn Læknablaðsins, Domus Medica, Reykjavík. Læknablaðið birtir vísindalegar greinar um öll svið læknisfræðinnar, hvort sem þær eru byggðar á eigin athugunum og rannsóknum eða samantekt á annarra reynslu, bæði yfirlits- og fræðslugreinar. Þá eru og birtar styttri athugasemdir og lesendabréf. Greinar skulu uppbyggðar á skýran hátt. Tilgangur greinarinnar skal skýrt tekinn fram í inngangi. Athugunum og rannsóknum höfundar skal haldið sér í kafla. Oft hæfir að ræða síðan niðurstöður höfundar og bera saman við fyrri þekk- ingu um sama efni. Að lokum skulu niður- stöður dregnar saman við fyrri þekkingu um sama efni. Að lokum skulu niðurstöður dregnar. Öllum greinum byggðum á eigin reynslu höfundar skal fylgja efniságrip (summary) á ensku. Handrit skulu vera vélrituð, helzt í tveimur eintökum, með breiðri (ca. 5 cm.) spássíu og tvöföldu línubili. Handritið skal vera snyrtilegt og hreint; leiðréttingar skulu vera greinilegar. Þá hluta handrits, sem prenta á með smáletri (petit) (sjúk- dómslýsingar, aðgerðir o. fl.) á að skrifa með sarna línubili, en merkja greinilega á spássíu. Greinartitill skal vera stuttur, en skýr, og lýsa viðfangsefni greinarinnar. Stund- um er betra að hafa undirtitil. Inniheldur aðaltitill þá eitt eða fleiri lykilorð, sem nauðsynleg eru til réttrar færslu greinar- innar í spjaldskrá. Undir titil greinarinnar setur svo höfundur nafn sitt og ef til vill nafn stofnunar þeirrar, þar sem að grein- inni hefur verið unnið. Töflur spara oft langt mál í texta og ætti ekki að nauðsynjalausu að endurtaka í texta þær upplýsingar, sem í töflum standa. Töflur skulu hafðar eins einfaldar og skýrar og unnt er. Hver tafla skal skrifuð sér á blað, og þær skulu tölusettar í þeirri röð, sem um þær er rætt í texta. Töflur mega hafa titil, og þeim skal fylgja stuttur skýringatexti, svo að skilja megi þær án þess að lesa greinartexta. í hand- riti skal merkja á spássíu, hvar staðsetja á hverja töflu. Myndir skal velja með kostgæfni, og forðast ber að ofhlaða greinar með mynd- um. Ljósmyndir skulu vera skýrar og verða að þola nauðsynlega smækkun. Línu- rit og teikningar verða að vera skýrar og snyrtilegar og teiknaðar með tússi á hálf- gegnsæjan pappír. Höfundur verður að yfirvega, hvort línurit eða töflur skýri mál hans betur. Myndir skulu tölusettar í þeirri röð, sem þær eru ræddar í grein- inni. Ekki skal líma myndirnar á blað, en á bak þeirra skal límdur miði með mynd- númeri og nafni höfundar. Ekki má skrifa á bak myndanna sjálfra. Hverri mynd skal fylgja stuttur skýringatexti. Myndatexta skal skrifa sér á blað. í handrit skal merkja á spássíu, hvar staðsetja á myndir. Myndum, sem ekki eru runnar frá höfundi sjálfum, skal fylgja skýring á uppruna þeirra. Heimildir skal skrifa á sérstakt blað. Leitast skal við að tilfæra aðeins heimild- ir, sem máli skipta. í texta er vísað til heimilda með tölustöfum. Dæmi: „Því er haldið fram1 5 7 að“ o. s. frv., eða „Johnson og Smith0 telja, að“ o. s. frv. í greinarlok fylgi listi með yfirskriftinni: Heimildir. Heimildum er þar raðað í stafrófsröð höf- unda með áframhaldandi tölusetningu. Skulu nú færð nokkur dæmi um mis- munandi uppruna heimilda. a) Tímarit. Alexander, B. & Goldstein, R. Dual hemostatic defect in pseudohemophilia. J. Clin. Invest. 32:551. 1963. eða: Jensson, Ó. & Wallett, L. H. Von Wille- brand’s disease in an Icelandic family. Acta MecL. Scand. 187:229. 1970. Heiti tímarita eru stytt samkvæmt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.