Læknablaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ
87
Árni Bjömsson
GEÐRÆN VIÐHORF í SKURÐLÆKNINGUM
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal liöfð í nærveru sálar.
(E. Benediktsson);l
Greinin fjallar annarsvegar um geðræn
viðhorf í almennum skurðlækningum, þ.e.
a.s. um geðræn viðbrögð sjúklinga við því
að þurfa skurðaðgerð, svo og geðræn við-
brögð við afleiðingum skurðaðgerða. Þá er
rætt um hvernig skurðlæknirinn á með
viðræðum við væntanlegan skurðsjúkling,
að reyna að milda og koma í veg fyrir geð-
rænar truflanir, bæði fyrir og eftir aðgerð.
Hinsvegar er rætt um geðræn viðhorf í
skapnaðarlækningum sérstaklega, rætt um
líkamsmyndina (body image), um flokkun
þeirra sjúklinga, sem leita til skapnaðar-
lækna og um það, hvaða geðræn vandamál
hugsanlegt er að lækna eða létta með
hjálp skapnaðarlækninga.
HLUTVERK SKURÐLÆKNA
Álit hluta almennings og raunar sumra
lækna á skurðlæknum er, að þeir séu fyrst
og fremst læknisfræðilegir tæknifræðing-
ar, sem hafi það hlutverk að vinna ákveðin
handverk, helst eftir forskriftum annarra
lækna. Þetta er arfur frá þeim tíma, þegar
skurðlæknar voru ekki taldir til lækna, en
tilheyrðu stétt bartskera. Viðhorf margra
skurðlækna til starfs síns og sjúklinga, hef-
ur ekki stuðlað að því að eyða þessum arfi
og sérhæfingin í nútíma læknisfræði hefur
átt þátt í að viðhalda honum.
En í raun og veru er þessu á annan veg
farið. Skurðlæknir er læknir, sem notar
sömu aðferðir og aðrir læknar þ.e.a.s. hann
læknar sjúklinga með sjúkdóma, en ekki
sjúkdóma eingöngu.
Sjúklingur leitar til læknis vegna þess,
að hann hefur orðið var við breytingar á
líkamlegu ástandi sínu, sem hann telur
óeðiilegar. Hann vill fá að vita ástæðurnar
fyrir þessum breytingum, hvort þær séu
sjúklegar, hvað hægt sé að gera við þeim
og séu þær sjúklegar, hverjar horfur séu á
bata.
Sumir skurðsjúkdómar hafa bein geð-
ræn áhrif, t.d. ýmsir innkirtlasjúkdómar
og sjúkdómar í miðtaugakerfi. Um þá sjúk-
dóma verður ekki rætt í þessari grein,
heldur um geðræn viðbrögð við þeirri
vitneskju að þurfa að gangast undir skurð-
aðgerð og geðræn viðbrögð við afleiðing-
um slíkra aðgerða.
VIÐBRÖGÐ SJÚKLINGA
Geðræn viðbrögð við grun um sjúkdóm
eru ótti og kvíði, ótti við sjúkdóminn og
kvíði fyrir afleiðingum hans. Stundum
geta þessi viðbrögð orðið svo sterk, að ein-
staklingurinn hikar við að leita læknis og
dregur það jafnvel úr hömlu. Á þetta eink-
um við ef einstaklingurinn óttast illkynja
eða illræmdan sjúkdóm. Er sjúklingurinn
kemur til læknis, ber lækninum að taka
tillit til þess að andlegu jafnvægihans er að
öllum líkindum raskað, oft miklu meira en
séð verður í fljótu bragði. Meðan á sjúk-
dómsgreiningu stendur á læknirinn því að
reyna að hughreysta sjúklinginn og vinna
traust hans með vingjarnlegu, rólegu fasi.
Ef niðurstaða sjúkdómsgreiningar og á-
kvörðun um meðferð er, að gera þurfi
skurðaðgerð, á læknirinn að gera sjúk-
lingnum eða aðstandendum hans ef um
börn er að ræða, grein fyrir því hversvegna
þurfi að framkvæma aðgerðina, í hverju
hún sé fólgin, hverjar séu afleiðingar
hennar, hvaða fylgikvillum megi búast við
og hvort aðgerðin sé lífshættuleg eða ekki.
Hafi læknirinn hug á að vinna traust sjúk-
lingsins og halda því, á hann að vera heið-
arlegur, hóflega bjartsýnn og forðast sem
mest að nota orðin alltaf og aldrei.