Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 20
94 LÆKNABLAÐiÐ NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafdag íslands' og LJR IJ Læknafclag Rcykjavikuc " 63. ARG. — MAI-JUNI 1977 AÐ STÝRA BLAÐI Undirritaður kveður nú Læknablaðið, en hann hefur verið ritstjóri fræðilegs efnis þess í 5Ý2 ár. Verður kveðjustundin mér til- efni nokkurra hugleiðinga, er ýmist kunna að verða komandi ritstjórum hvatning eða viðvörun. Við starfanum tók ég uppfullur af áhuga og hugmyndum um stærra, fjölbreyttara, betra og glæsilegra blað. Slíkar hugmyndir hafa sjálfsagt ríkt í kollum flestra þeirra, er við ritstjórn blaðsins hafa tekið. Sama sinnis var Arinbjörn Kolbeinsson, er samtímis mér tók við ritstjórn félagslegs efnis. Ýmsu var áorkað og ber þá hæst þá gjör- breytingu, sem varð á broti og útliti blaðsins. Slíkt var allstórt stökk, því að blaðið hafði frá byrjun verið í sama broti. Fáa hef ég heyrt hallmæla hinum nýja búningi, en þeim mun fleiri mæla honum bót og hlýt því að ætla, að allvel hafi til tekizt og breytingin verið virði þeirra peninga og vinnu, sem í hana fóru. Breytingatíminn var langskemmti- legasti hluti ritstjórnarára minna. Rótt vinn- an væri ærin, bar ferskur áhuginn langa leið. Þegar prófarkalesari blaðsins hætti, var þannig látið hjá líða að ráða annan. Tók ég sjálfur að mér prófarkalestur og taldi sparast með því tíma. Áhugans sá og merki í fyrsta árgangi hins breytta blaðs, 1973, sem mun efnismesti árgangur blaðsins til þessa. Rá virtist nýr búningur blaðsins verða mörgum til örvunar, því að fræðiareinum rigndi yfir, svo að ekki hafðist undan og hlóðst upp greinastafli. Hafa síðan að jafn- aði legið fyrir 20—25 greinar og ýmsum þótt biðin löng. Mikið hefur verið um það hin síðustu ár, að menn sendi blaðinu „sérfræði- ritgerðir" sínar til birtingar og telja sig stundum vart eiga í annað hús að venda. Slíkar greinar eru harla misjafnar að gæðum, en ógjarnan bregður maður fæti fyrir starfs- bróður á framabraut. Rað er að sjálfsögðu þeirra, sem sérfræðiviðurkenninguna veita, að meta slíkar greinar, en það mat á líka að vera algerlega óháð mati ritstjórnar Lækna- blaðsins eða nokkurs annars tímarits. Er frá leið, sótti á ritstjóra þreyta og reyndist erfitt að halda uppi þeim afköstum, sem náðust i byrjun. Þegar vinna er leyst af hendi í hjáverkum, fer ekki hjá því, að fjöl- margt verði til tafar. Til dæmis þóttist ég uppgötva það leiða óeðli verkfalla að tefja framgang mála mun lengur en þau standa. Draumurinn um 12 hefti á ári reyndist spila- borg og nógu erfitt varð að reyna að standa við 6 hefti árlega. Árið 1976 náðist merkur áfangi, þegar orð- ið var við margendurteknum óskum ritsíjóra og Sigurjón Jóhannsson var ráðinn í hluta- starf sem ritstjórnarfulltrúi. Léttir starf hans miklum hlaupum og snúningum af ritstjórum. Sá einnig fljótt merki sérþekkingar hans í blaðamennsku, en þó eigi sem skyldi, þar eð tími hans fer um of í snatt. Hygg ég, að blaðið ætti ekki einasta að hafa slíkan mann í fullu starfi, heldur veitti ekki af skrifstofu- manneskju í fullri vinnu. Það er drjúg vinna, sem Sofie Markan leggur á sig fyrir blaðið með annarri vinnu sinni á skrifstofu lækna- félaganna. Ég vil nota tækifærið og þakka henni og öðru starfsliði skrifstofunnar á- nægjulega samvinnu. Við starfa mínum tekur nú Bjarni Þjóðleifs- son. Nýjum manni með nýjar hugmyndir árna ég heilla og ánægju í starfinu. Fyrir ári tók Örn Bjarnason við starfi félagslegs ritstjóra. Af þekktum dugnaði tók hann þegar til ó- spilltra málanna að draga blaðið upp úr daln- um. Er jafnan blessun að dugmiklum mönn- um. Af reynslu minni vil ég taka undir það við- horf, að skipta beri um ritstjóra á 2—3ja ára fresti. Ella getur svo farið, að sá, sem telur sig hafa unnið blaðinu eftir getu og ýmsu áorkað, finni skyndilega, að hann er jafnvel talinn til trafala og hverfi frá biturri en ella. Jafnan er af nógu nýju blóði að taka og menn hafa gott af að spreyta sig. Það getur verið skemmtileg og dýrmæt reynsla að stýra blaði. Páll Ásmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.