Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 14
90 LÆKNABLAÐIÐ beinst að mannslíkanianum meira en dæmi eru til um áður og einstaklingurinn þar með orðið meðvitaðri um eigin likams- mynd og missmíði á henni. Skurðaðgerðum má beita, bæði til að fyribbyggja geðræn vandamál og eins til að hjálpa til við að leysa geðræn vandamál vegna lýta. En áður en lagt er í að leysa geðræn vandamál með skurðaðgerðum, verður að gera sér vel ljóst, að truflanirn- ar séu afleiðing af þeim líkamslýtum eða afbrigðum, sem laga á.5 MEÐFÆDD LÝTI Þeim sem fæddir eru vanskapaðir og hægt er að hjálpa með skurðaðgerðum, en það eru flestir, ber að ihjálpa eins fljótt og auðið er, helst áður en hin meðfæddu lýti hafa markað líkamsmyndina og náð að valda geðrænum truflunum. Þetta á eins við um þá, sem eru andlega vangefnir, því þeir eiga jafnvel enn örðugra uppdráttar í lífinu ef þeir hafa útlitið á móti sér. Þegar gera þarf skurðaðgerðir á vansköpuðum börnum, verður að taka tillit til þess, að líkaminn er í vexti og að aðgerðir geta valdið vaxtartruflunum. Þeim hefur því oft verið frestað, einkum aðgerðum á beinum þar til vexti er komið vel á veg eða lokið. A síðari árum hefur þó komið fram á sjón- arsviðið hópur skurðlækna, austan 'hafs og vestan,6 undir forustu franska skurðlæknis- ins Poul Tessier,20 sem ráðist hafa í að gera miklar aðgerðir á andliti og höfði vanskap- aðra barna, að því er virðist með mjög góðum árangri. Við flestum meiri háttar lýtum þarf að gera margar aðgerðir og oft nær aðgerða- keðjan frá bernsku og fram til fullorðins- ára. Stundum næst óskaárangur, þ.e.a.s. nánast eðlilegt útlit, en oftar ber einstak- lingurinn, sem slík aðgerðakeðja er gerð á, einhver þau merki lýtanna eða aðgerðanna, sem gera líkamsmynd hans frábrugðna meðalmyndinni. Foreldrum vanskapaðra barna á þegar í stað að skýra frá því, hvers sé að vænta af meðferð, hvað hún taki langan tima og í hverju hún sé fólgin. Flestum þessara barna þarf að fylgjast með reglulega og foreldrarnir þurfa að fá að vita, hversvegna það er gert. Yfirleitt er viðhorf foreldra til slíks eftirlits jákvætt enda er það líka gert til að gefa foreldrum tækifæri til að létta á hjarta sínu og ræða ýmis vandamál Ihins lýtta barns, andleg og líkamleg. Þegar barnið sjálft kemur til vits og ára, ber að hafa í huga að það er líka einstak- lingur með eigin tilfinningar og skoðanir. Sjálfsagt er að ræða við.það um meðferð- ina og koma til móts við óskir þess, að svo miklu leyti sem unnt er, en í ljós hefur komið, að þær eru ekki alltaf í samræmi við skoðanir læknis og forráðamanna. Eins og foreldrum barnsins er mi-kils virði, að fylgst sé reglulega með því, er það ekki síður þýðingarmikið fyrir hinn lýtta ein- sta’kling, að vita að einhver hefur áhuga á honum og að hann hefur einhvern að leita til. Smávægilegar lagfæringar, sem í sjálfu sér virðast ekki hafa mikil áhrif á endan- legan árangur, geta verið mikils virði því þær gefa viðkomandi til kynna að ástand- ið sé ekki vonlaust. LÝTI AF VÖLDUM SJÚKDÓMA OG SLYSA Áunnin lýti, hvort sem þau stafa af sjúk- dómum eða slysförum, þarf að laga eins vel í byrjun og nokkur kostur er á. Á þetta sérstaklega við um áverka af slysum, en þar býr lengst að fyrstu gerð. Vissar tegundir áverka valda meiri geð- rænum truflunum en aðrar, t.d. meiri háttar brunar.16 Alvarlegir brunar valda mjög víðtækum lífeðlis- og lífefnafræðileg- um truflunum í líkamanum. Bruna fylgir ávallt sársauki og sjálf brunameðferðin er mjög sársaukafull, þó verulegar breyting- ar hafi orðið þar á á síðustu áratugum. Samfara þeim breytingum á lífeðlis- og líf- efnafræði líkamans, sem minnst hefur ver- ið á og sársaukanum, sem fylgir áverkan- um og meðferðinni, er ótti við örkuml og varnleg lýti, og djúp brunasár skilja alltaf eftir varanleg merki, hvar sem þau eru á líkamanum, og þau merki sem setja hemil á starfsgetu og valda lýtum á áberandi stöðum, setja að sjálfsögðu dýpst spor í sálarlífið. Það hefur komið fram við eftir- rannsókn á brunasjúklingum, að geðrænar truflanir koma fram hjá þeim og standa í eitt til tvö ár og ennfremur hefur verið sýnt fram á með rannsóknum á aðstand- endum brunasjúklinga, að hjá þeim koma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.