Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1977, Side 8

Læknablaðið - 01.06.1977, Side 8
88 LÆKNABLAÐIÐ Andlegur undirbúningur undir skurðað- gerð, er ekki síður mikilvægur en líkam- legur. Hann stuðlar að 'því að hættan á geðrænum truflunum eftir aðgerð er mun minni, en slíkar truflanir eru ekki óalgeng- ar, ein'kum ef um er að ræða stórar að- gerðir, sem langan tíma tekur að jafna sig eftir eða aðgerðir, sem efcki leiða til bata. Þá er slíkur undirbúningur, ef í honum felst það, að sjúklingi er skýrt afdráttar- laust frá því hvers ihann má vænta, er einnig nokkur baktrygging fyrir lækninn gegn ásökunum síðar um mistök eða hand- vömm. í þessu sambandi ber einnig að hafa í huga, að ýmis konar félagsleg vanda- mál vegna fjarvistar frá fjölskyldu, vinum og starfi, geta auk sjúkdómsins og aðgerð- arinnar, verið meðverkandi að geðrænum truflunum. Hjá vissum sjúklingahópum má beinlínis gera ráð fyrir geðrænum truflunum eftir skurðaðgerðir, einkum hjá drykkjusjúk- lingum (delirium tremens) og hjá gamal- mennum, sem oft eru rugluð langtímum saman eftir svæfingar. Læknir, sem tekur að sér að framkvæma afdrifaríka lækningu, verður einnig að vera undir það búinn að hjálpa til við að leysa geðræn og félagsleg vandamál sjúk- lingsins, eftir lækninguna og í sambandi við hana og á þetta einkum við um þá sjúk- linga, sem þjást af langvinnum eða ólækn- andi sjúkdómum. Þetta ber ekki að skilja þannig, að læknirinn fáist einn við öll vandamálin, heldur þannig að sjúklingur- inn verður alltaf að hafa einhvern ákveð- inn aðila að snúa sér að og eðlilegast er, að það sé sá, sem hann treysti í upphafi fyrir lífi sínu og velferð. Skapnaðarlækningar (plastic and recon- structive surgery), hafa þá sérstöðu innan skurðlækninga, að hægt er með þeim að leysa eða hjálpa til að leysa geðræn vanda- mál, sem eru af vefrænum rótum runnin. LÍKAMSMYNDIN Þegar barnið verður meðvitað um eigin líkama og fer að bera hann saman við líkama annarra, skapar það sér smátt og smátt hugmynd um líkama sinn,16 sem við getum kallað á íslensku líkamsmynd, en á ensku er þetta hugtak kallað body image. Líkamsmyndin fylgir einstaklingnum alla ævina og matið á henni byggist á saman- burði við þær myndir, sem einstaklingur- inn sér í kringum sig og við myndstaðal, sem við getum kallað meðalmynd og er samnefnari líkamsmynda í þjóðflokki eða þjóðfélagi, sem einstaklingurinn elst upp í. Frávik frá meðalmyndinni geta verið ým- ist jákvæð eða neikvæð. Jákvæða frávikið köllum við fríðleika eða fegurð, hið nei- kvæða ófríðleika eða ljótleika, en sé smíða- galli á myndinni kallast hann lýti eða van- skapnaður. Matið á líkamsmyndinni bygg- ist oftast á samanburði við meðalmyndina, en afstaðan þarf ekki endilega að vera i samræmi við matið. Svo sem fram kemur í ensku limrunni, Andlitið,21 sem hljóðar svo (lausleg þýðing höfundar): „Ég fráleitt er fegurðarstjarna, þeir finnast laglegri hérna og þarna, en ásjónan truflar mig ekki, ég er aftan við hana, en þekki, að fólkið á móti mér fælir hún gjarna. Þessi afstaða er sjaldgæf, algengara er, að einstaklingurinn beri líkamsmynd sína saman við óskamynd, sem í okkar þjóðfé- lagi er ósjaldan hönnuð af tískufrömuðum eða fegrunarsérfræðingum og síðan aug- lýst í fjölmiðlum, svo sem tímaritum og kvikmyndum. Má í þessu sambandi minna á vísu Arnar Arnarssonar:1 „Hvað er meyjar fegurð fegra, frábært er hvað drottinn getur. Þó finnst sumum sýnilega, að saumakonur viti betur.“ Neikvæð frávik og smíðagallar á líkams- myndinni geta valdið geðrænum truflun- um. Hvenær slíkra geðrænna truflana fer að gæta, er erfitt að segja um, en sennilega er það fljótlega eftir að barninu verður Ijóst, að það er öðruvísi.17 Það hve miklai’ truflanir verða er mörgu háð, t.d. eðli af- brigðanna, umhverfi, uppeldi og andlegri gerð.13 GEÐTRUFLANIR OG AFBRIGÐI í ÚTLITI Geðrænar truflanir geta líka verið orsök þess, að einstaklingur miklar fyrir sér smá- vægileg afbrigði í ytra útliti. Þessar geð-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.