Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1977, Page 16

Læknablaðið - 01.06.1977, Page 16
92 LÆKNABLAÐIÐ gerðir gildi fyrir þá, sem af einhverjum ástæðum þurfa að breyta iífsháttum sínum. Með þeim er hægt að bæta sjálfsmyndina og gefa viðkomandi andlegt öryggi til að mæta breyttum viðhorfum. Ahbif aðgerða Rannsóknir hafa verið gerðar á því, hvort hægt sé að breyta ferli afbrotamanna og hjálpa þeim til að aðlagast þjóðfélaginu með því að laga líkamlegt afbrigði,710 19 en rannsóknum þessum ber ekki saman. Ein rannsókn segir, að slíkar aðgerðir hafi engin áhrif,10 önnur að hundraðstala þeirra afbrotamanna, sem lenda aftur í fangelsi sé lægri hjá þeim, sem aðgerðir hafa vérið gerðar á.19 Vart er þess að vænta, að and- þjóðfélagslegt atlhæfi verði stöðvað eða bætt nema í einstökum tilfellum, því marg- ir afbrotamenn eru psydhopatar, sem nota líkamsafbrigði sín sem afsökun fyrir hegð- un sinni. Sennilega er geðmynstur þessara einstaklinga afbrigðilegt frá upphafi og hin líkamlegu afbrigði magna afbrigðileika þess. Ekki er mikils árangurs að vænta af skapnaðaraðgerðum hjá því fólki, sem leit- ar í þeim lausnar á tilfinningalegum vanda- málum,18 sérstaklega ef þau vandamál eru bundin truflunum á fjölskyldulífi eða þjóð- félagslegri aðstöðu.5 Sjúklingum, sem koma með fastákveðnar skoðanir á því hvers árangurs þeir vænta af aðgerðum, svo og þeim sjúklingum, sem gera sér von- ir um óeðlilega félagslega eða andlega á- vinninga af aðgerðunum, ber að taka með fyllstu varúð.7 Þessir sjúklingar verða sjaldan ánægðir með árangur af aðgerðum og í þessum hópi eru svokallaðir óseðjandi aðgerðarsjúklingar,12 þ.e.a.s. sjúklingar, sem stöðugt fara fram á nýjar og nýjar að- gerðir. Þegar grunur leikur á, að geðræn vandamál séu undirrót, en ekki orsök þess, að sjúklingur leitar skurðlæknis, vegna lýta eða frávika frá meðalmyndinni, er eðlilegt að vísa honum fyrst til geðlæknis og að geðlæknirinn og skurðlæknirinn hafi síðan samráð sin á milli um meðferðina. TRYGGINGAR OG GREIÐSLUFORM Nú er ekki lengur um það deilt, að þeir sem lýttir eru, annað hvort frá fæðingu eða vegna áverka eða sjúkdóma, eigi sama rétt til fullkominnar læknishjálpar og þeir, sem haldnir eru vefrænum eða geðrænum sjú'k- dómum. En menn eru ekki á eitt sáttir um það, hvort fegrunarlækningar, og er þá átt við aðgerðir vegna frávika frá meðalmynd- inni, án þess að um bein lýti sé að ræða, eigi rétt á sér. Sumir halda því fram, að slíkar aðgerðir séu ekki réttlætanlegar meðan önnur meira aðkallandi verkefni innan læknisþjónustunnar bíði úrlausnar. í flestum löndum, jafnvel þeim, sem hafa fullkomið tryggingakerfi, hafa sjúk- lingarnir sjálfir orðið að greiða þessar að- gerðir og þar hafa þær orðið ýmsum lækn- um drjúg tekjulind. Hér á íslandi eru all- ar skurðaðgerðir og öll sjúkrahúsvistun greidd af sjúkratryggingum og er læknum þannig gefið mikið frelsi til að velja þá sjúklinga, sem þeir taka til meðferðar. Það að þessar aðgerðir eru greiddar af trygg- ingunum á sama hátt og aðrar, gerir það að þær verða ekki forréttindi þeirra rík- ari, og það að greiðslur fyrir þær eru ekki aðrar eða hærri en fyrir almennar 'hand- læknisaðgerðir, gerir það að þær eru að jafnaði ekki teknar fram yfir aðrar ef tii vill meira aðkallandi aðgerðir. f þjóðfélagi sem kallar sig velferðarþjóð- félag verður að líta svo á, að velferðin eigi að stuðla að bæði andlegri og líkamlegri velferð þegnanna og af því leiðir, að að- gerðir sem stuðla að þessum þáttum báð- um, Ihljóta að eiga jafnan rétt á sér. NIÐURLAG Rætt hefur verið um geðræn viðhorf í skurðlækningum, fyrst um geðræn viðhorf sjúklinga við skurðaðgerðum og afleiðing- um þeirra, svo og hvernig æskilegt sé að læknirinn bregðist við þeim. Þá er gerð grein fyrir likamsmyndinni (body image) og frávikum frá henni og lagðar fram hug- myndir um það, hvernig geðrænar truflan- ir get verið afleiðing af slíkum frávikum. Af sjúklingaflokkum er minnst á sjúklinga með meðfædd lýti og sjúklinga með áunn- in lýti, þar á meðal brunasjúklinga sérstak- lega. Að lokum er rætt um fegrunaraðgerð- ir, gildi þeirra og staðsetningu í heilbrigð- iskerfi velferðarríkis. TILVITNANIR 1. Amarson, Öm. Illgresi. Helgafell 1965 (Meyjarfegurð).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.