Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1977, Qupperneq 27

Læknablaðið - 01.06.1977, Qupperneq 27
LÆKNABLAÐIÐ 97 börn konu nr. 6 til athugunar og reyndust þrjú þeirra hafa arfblendna gerð en eitt arfhreina gerð enzymsins. í töflu I má sjá áhrif latefnisins RO2-0683 á virkni serumcholinesterasa í þessum fjöl- skylduhóp. RO-gildi táknar letjandi áhrif RO2-0683 á enzymið, mælt í hundraðshlut- um, og var endanlegur styrkur latefnisins í enzymblöndunni sá sami í öllum tilvikum (3xlO~sM). RO-gildi voru mæld í sýnum frá 68 einstaklingum, völdum af handahófi, og reyndist meðaltal þeirra vera nálægt 88. Latefnið hafði hins vegar tiltölulega lítil áhrif á enzymvirkni í fjórum einstak- lingum í fjölskylduhópnum og var meðal- tal RO-gilda þar nálægt 20. Þessi fjögur eru talin hafa arfhreina gerð afbrigðilegs cholinesterasa. í sex einstaklingum úr fjöl- skylduhópnum reyndust RO-gildin liggja mitt á milli venjulegra og afbrigðilegra gilda og voru þau því talin hafa arfblendna gerð afbrigðilegs cholinesterasa. Þótt dreif- ingin á RO-gildum sé nokkur í þessum þremur hópum, þá er hún ek'ki það mikil, að hún torveldi greiningu á milli hinna þriggja gerða af öholinesterasa (þ.e. ETU, E,u, Ej^E^ og E^aE^). Rafdráttarmynstur af serumcholinester- ösum í sterkjuhlaupi voru eðlileg í öllum meðlimum fjölskyldunnar. Virknismæl- ingar á enzyminu gáfu niðurstöður, sem féllu innan eðlilegra marka, þegar hvarf- efnið 1-naphtyl acetat var notað. Tíðni gensins E, a Rúm fjögur hundruð serumsýni voru fengin úr þátttakendum í hóprannsókn TAFLA 2 Genegerðir cholinesterasa Fjöldi EjU.Ej^ Ej^E^0 EjaE^ Samt. Mældur 398 17 0 415 Áætlaður 398,17 16,65 0,17 414,99 Genatíðni: = 0,9795, = 0,0205. Mæld og áætluð dreifing þriggja genagerða cholinesterasa. E^u.E^11 = venjulegur cholinesterasi, E^u^Eja = arfblendinn af- brigðilegur og Ej^E^a = arfhreinn af- brigðilegur cholinesterasi. Hjartaverndar. Cholinesterasavirkni var mæld, með því að fylgjast beint með niður- broti benzoyleholins í síritandi spectro- photomæli. Latefnið dibucaine var notað til að greina afbrigðilega cholinesterasa, en það hefur svipuð áhrif á enzymið eins og RO2-0683, sem notað var í fyrri hluta þess- arar athugunar. I hópnum fannst enginn með arfhreina gerð afbrigðilegs cholinersterasa, en 17 arf- blendnir einstaklingar voru í hópnum (sjá töflu II). Samkvæmt þessum niðurstöðum reynist tíðni gensins Eja í hópnum vera 0,0205. Genatíðnin er síðan notuð til að áætla fjölda arfhreinna einstaklinga í til- teknum hóp, og samkvæmt okkar útreikn- ingum ætti einn af hverjum 2400 íslend- ingum að hafa arfhreina gerð af afbrigði- legum serumdholinesterasa. SKIL I framhaldi af greiningu á arfhreinum afbrigðilegum cholinesterasa í konu, sem fengið hafði öndunarlömun eftir suxa- methonium inngjöf,7 var ráðist í að athuga systkini hennar og börn. Kom í ljós að fjögur af tíu skyldmennum höfðu arfhreina gerð af afbrigðilegum cholinesterasa, og myndu þau að líkindum sýna svipaða nœmi fyrir lyfinu og nefnd kona. Einstaklingar með arfblendna gerð af afbrigðilegum cholinesterasa virðast hins vegar ráða við þá suxamethoniumskammta, sem gefnir eru, nema þeir hafi mjög lága enzym- virkni. Könnun á tíðni afbrigðilegra cholinester- asa meðal íslendinga leiddi í ljós að einn af hverjum 2400 einstaklingum hefur arf- hreina afbrigðilega gerð enzymsins (E^0, E,0). Er þetta svipuð tíðni og mælst hefur meðal annarra Evrópubúa.9 Nú hefur nýlega verið skýrt frá því að aðeins um 70% af þeim sjúklingum, sem fengið ihafa öndunarlömun í kjölfar suxa- methoniumgjafar, hafi afbrigðilega eða þögla cholinesterasa.1 Hin 30% sjúkling- anna virðast hafa enn eina genetíska gerð cholinesterasa, sem nefnd hefur verið „suxamethonium resistant“ cholinesterasi.2 Væri áhugavert að kanna hvort þessi gerð finnst einnig hér á íslandi og hvort tíðni hennar sé svipuð hér og annars staðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.