Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1977, Page 30

Læknablaðið - 01.06.1977, Page 30
100 LÆKNABLAÐIÐ aðar með tilkomu neglingar og seinna endoprotesu, og hægt var þá að koma sjúk- lingunum miklu fyrr á fætur aftur. Negling eða ísetning endoprotesu er nú talin æskileg í langflestum tilfellum, enda þótt 'hvort tveggja geti gengið úr skorðum og valdið fylgikvillum. Fylgikvillar, svo sem ígerðir, fitutappi, æðabólga og lungna- rek, lungnabólga, þvagfærasýking og legu- sár koma ennþá fyrir öðru hverju, einnig blæðing kringum brot eða í skurðsári. Af síðbúnum fylgikvillum við neglingu má nefna drep í lærleggshaus og svikalið, en þessum fylgikvillum hefur endoprotesan útrýmt. Hún getur hins vegar t.d. losnað eða beinið brotnað í kringum hana. Einnig myndast stundum mikil kölkun í mjúk- pörtum, sem veldur sársauka og hreyfing- ahhindrun. Ef endoprotesa losnar, er að öllum líkindum hægt að gera ,,totalplastik‘; á mjöðm, nema ef ígerð er. Þá verður oft- ast að lokum að fjarlægja endoprotesuna og viðkomandi ganglimur styttist mikið við það. Nokkuð skiptar skoðanir eru um það, hvenær skuli negla brotið og hvenær nota endoprotesu, sbr. G.E. Raine (1970) og G.M. Ewarts (1973). Þessir höfundar eru báðir hlynntari neglingu, ef hún er á- litin duga. Negling tekur mun skemmri tíma og er miklu minni aðgerð en ísetning endoprotesu og eftir neglingu komu, að öðru jöfnu, færri fylgikvillar hjá þeim. Segavarnir eru að sumum álitnar æski- legar til að koma í veg fyrir æðabólgu og lungnarek, einkum ef fyrirsjáanlegt er, að bið verði á, að sjúklingur komist á fætur aftur. H.E. Myrvold & al. (1972) fundu, að æðabólga hjá sjúklingum með fractura colli femoris er algengari í brotna gang- limnum en þeim óbrotna og tíðnin meiri við pertrochanter brot (stærri áverki?) en við brot á sjálfum lærbeinshálsinum. G. Fahlström & al. (1971) tókst auk þess að sýna fram á, að heparin spornaði við drepi í lærleggshaus. Ekki ber mönnum saman um, hvort gefa skuli fúkalyf í varnar- skyni. Hjá R. I. Boyd & al. (1973) komu sjaldnar ígerðir í skurðsár, ef þeir gáfu fúkalyf fyrir og eftir aðgerð. Riska (1970) fann með krufningu að 25% dánar- meina sjúklinga með fractura colli femoris var bronchopneumonia eða pneumonia hy- postatica. EIGIN RANNSÓKNIR Könnun sú, sem hér er lýst, fór fram á endurhæfingardeild við Kommunehospital- et í Kaupmannahöfn á tímabilinu septem- ber 1973 til febrúar 1974 og byggir á: 1. upplýsingum úr sjúkraskrám skurð- deilda og endurhæfingadeildar þessa spítala, 2. upplýsingum frá manntalsskrá og heil- brigðiseftirliti Kaupmannahafnarborgar, 3. klíniskri skoðun og viðtölum. Könnunin nær til 140 sjúklinga, sem á tveggja ára tímabili (janúar 1971—des- ember 1972), fengu þjálfun og endurhæf- ingu Rudolph Bergh spítala í Kaupmanna- höfn, en þar hefur Kommunehospitalet deild með um 60 sjúkrarúmum, sem eink- um eru ætluð sjúklingum sem þurfa á langvarandi þjálfun að halda. Það hefur komið í ljós, að allt að 80% þeirra, sem árlega liggja á þessari deild, hafa fractura colli femoris. Tilgangurinn með könnun- inni var að varpa eftir föngum ljósi á fram- tíðarhorfur þessara sjúklinga, með því að athuga sérstaklega eftirtalin atriði: 1. færni með tilliti til sjálfbjarga, 2. göngugetu, 3. staðsetningu í samfélaginu. Það var í senn athyglisvert og uppörv- andi, hve margir mættu til skoðunar eða létu heyra frá sér og leyfðu skoðun í heimahúsum. Margir lýstu undrun sinni og ánægju yfir því að vera innkallaðir og fá tækifæri til eftirlits. Þegar könnunin fór fram höfðu 28 látist af 140. Af þeim 112, sem enn voru á lífi, voru 104 skoðaðir. Athugunartíminn var 1—3 ár eða tæp 2 ár að meðaltali. Fjöldi, kyndreifing aldur Sjúklingarnir voru upprunalega 140 tals- ins, 110 konur og 30 karlar á aldrinum 25— 95 ára. Meðalaldur beggja kynja var 70,8 ár, kvenna 72,3 ár og karla 63,3 ár. Sjá töflu I og mynd 1.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.