Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 38
104 LÆKNABLAÐIÐ 3 voru í 'hjólastól. 17 sjúklingar sögðust aldrei fara út á götu að ganga framar, m.a. vegna 'hræðslu við að detta eða verða hrint um koll. Göngugetu með tilliti til fjarlægð- ar var að sjálfsögðu ekki hægt að rannsaka, en samkvæmt upplýsingum sjúklinganna sjálfra var hún nokkurn veginn eins og fram kemur í töflu VIII. TAFLA VIII Göngugeta með tilliti til fjarlægðar Fjarlægð Fjöldi sjúklinga >10 km 2 >5 km 34 > 1 km 10 1 fcm 5 500 m 14 300 m 2 200 m 10 100 m 6 50 m 12 <50 m 6 Lengd ganglima Hjá 60% sjúklinganna mældist við könn- unina stytting á brotna ganglimnum frá i/2'—7 cm. Tæp 10% Ihöfðu ihinsvegar leng- ingu, sem var V2—3 cm. í 13 tilfellum var Trendelenburg próf jákvætt, og þeir sjúk- lingar voru allir áberandi haltir, m.a. vegna lélegs krafts í glutealvöðvum. Hreyfiferil). í mjaðmarlið Hreyfiferill í báðum mjöðmum var rann- sakaður hjá öllum sjúklingunum, og kom í Ijós að flexion var venjulega lítið sem ekkert skert í brotnu mjöðminni en ex- tension, inrotation og abduction hins vegar mest skertar. Lyfjaneyzla Ráðgert var að safna iheimildum um lyfjaneyzlu, en erfitt reyndist að fá upp- lýsingar um hana í mörgum tilfellum og því ekki hægt að draga neinar endanlegar ályktanir hér. Eftir því sem næst varð komizt var hún mikil, ekki sízt neyzla verkja- og gigtarlyfja. Þjálfun eftir útskrift frá RBH Nokkrir sjúklingar höfðu fengið iþjálfun á athugunartímabilinu, ýmist á öðrum spítölum eða heima fyrir. Einstaka höfðu dvalizt í heilsuhælum heima í Danmörku eða í suðlægari löndum. Nokkrir þeirra sem voru á elli- og hjúkrunarheimilum, kváðust fá viðhaldsþjálfun þar. Við könn- un fékkst leyfi til að taka einstaka sjúk- linga í þjálfun á ný á KH og nokkrum var vísað á aðrar endurhæfingarstofnanir. NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður framangreindrar könnunar eru í stuttu máli sem hér segir: A 1—3 ára athugunartímabili var dánartala 20%. Um það bil þriðjungur eða 45 sjúklingar voru konur á áttræðisaldri. Tæp 63% voru um eða yfir sjötugt. Þegar könnunin var gerð, bjuggu 89 af 104 ennþá iheima og um helm- ingur þeirra komst af hjálparlaust. 6 voru í starfi. 13 voru á elli- og hjúkrunarheimil- um. 29 gengu staflaust, 45 með 1 staf og 27 með 2 stafi. Allir nema 8 voru sjálfbjarga. Þeir 3, sem höfðu við könnunina bætzt í hóp hinna ósjálfbjarga, höfðu allir sjúk- dóm á háu stigi, sem út af fyrir sig nægði til að gera þá ósjálfbjarga. Það er því ekki að sjá, að fractura colli femoris hindri sjálfbjargir, ef séð er fyrir nægilegri þjálf- un og hjálpartækjum. Hins vegar hafa af- leiðingar fractura colli femoris oftast mikil áhrif á göngufærni og göngugetu, enda þótt nokkrir geti gengið sem fyrr og til- tölulega margir án stuðnings. LOKAORÐ Samanburðarhópur er ekki til, því að sjúklingar, sem ekki hafa fengið þjálfun eftir fractura colli femoris, eru ekki til í Danmörku. í heimildarskrá um fractura colli femoris frá Medline þjónustunni í Stokkhólmi var heldur enga sambærilega könnun að finna. Hér er um að ræða hóp sjúklinga, sem langflestir eru orðnir gaml- ir, og hár aldur hefur brotið niður líkam- legan og andlegan viðnámsþrótt þeirra. Skurðaðgerð ásamt svæfingu, að undan- gengnum áverka hlýtur að vera mikið aukaálag og áfall fyrir þá. Það þarf ekki að undra, þó þjálfun og endurhæfing beri ekki alltaf tilætlaðan árangur. Það var einkum þrennt, sem virtist ráða úrslitum: 1. líkamlegt ástand sjúklings, 2. andlegt ástand sjúklings, 3. gangur eftir skurðaðgerð og árangur af henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.