Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1977, Síða 46

Læknablaðið - 01.06.1977, Síða 46
108 LÆKNABLAÐIÐ Eftir það fækkaði tilfellum að mun, en er nú ef til vill aftur að fjölga. Sumarið 1973 fór ég fyrst að sjá um meindýragreiningu, en staraflóartilfelli fékk ég ekki fyrr en í byrjun ársins 1975, og urðu fjölskyldutil- fellin 5 það vor. Tilfellin eru þó ugglaust fleiri, en vandamálið er það vel þekkt, að læknar, (heilbrigðisfulltrúar eða þeir sem bitnir eru átta sig á því og leysa það áður en kemur til minna kasta. Rottuflóin og rottumaurinn Rottufló (Nosopsyllus fasciatus (Bosc)) og rottumaur (Ornithonyssus bacoti (Hirst)) lifa á rottum, en geta einnig farið á ýmis önnur nagdýr og jafnvel menn, en ekki geta þau lifað á þeim til lengdar. Bæði dýrin hafa breiðst út með rottum um allan heim. Lífsferill rottuflóarinnar er í stórum dráttum 'hinn sami og staraflóarinnar, en lífsferill rottumaursins er nokkuð ólíkur. Mynd 2. — Rottufló, (Nosopsyllus fascia- tus), karldýr og kvendýr séð frá hlið. Dýr- in líkjast mjög staraflónni, en eitt gleggsta einkennið, er greinir tegundirnar að, er að rottuflóin hefur færri linakkabrodda. Stækkun 12,5x. (Eftir Herms og James, Medical Entomology, 1961). Fullorðnir rottumaurar sjúga blóð úr hýsli sínum og verpa eggjum í hreiður hans. Úr eggjunum koma svo afkvæmi er líkjast fullorðnu dýrunum og lifa á svipaðan hátt, en eru rninni, ljósari og hafa aðeins sex lappir. Dýrin skipta síðan um iham og hafa Mynd 3. — Rottumaur, (Ornithonyssus bacoti), kvendýr, séð að ofan og neðan. Dýrið er brúnt og flatvaxið. Stækkun 50x. (Eftir Smith, Insects and other Arthropods of Medical Importance, 1973). þá fengið átta lappir. Efir nokkur ham- skipti í viðbót eru dýrin orðin fullorðin. Rottuflóin hefur áður verið greind hér a rottum og músum en rottumaurinn ekki svo mér sé kunnugt. Ekki veit ég heldur til þess, að bit á mönnum hafi áður verið rak- in til þessara dýra hérlendis, og má þó telja víst að þau hafi oft lagst á fólk. Fyrsta staðfesta tilfellið kom frá Hafn- arfirði sumarið 1973. Heilbrigðisfulltrúinn þar á staðnum kom með rottumaura og rottuflær er höfðu fundist í íbúð og fólkið þar hafði verið bitið um alllanga hríð. Þeg- ar timburgólf í forstofu var rifið upp, fannst þar rottuhreiður, og eftir að steypt hafði verið í gólfið tók fyrir þennan ó- fögnuð. Síðan hafa bæst við fleiri fjöl- skyldutilfelli og eru þau nú alls 10. í Hafnarfirði hafa fundist bæði fló og maur í tveimur tilfellum, í fimm tilfellum að- eins maur og í einu tilfelli aðeins fló. í Reykjavík hefur í einu tilfelli fundist maur, og á Djúpavogi hefur fundist fló. Enda þótt í flestum tilfellunum hafi ein- ungis fundist önnur tegundin kann hin einnig að hafa verið þar. Aðstæður á Djúpavogi voru ekki kann- aðar, en í hinum tilfellunum voru þær yf- irleitt mjög svipaðar. íbúðirnar, sem bit- vargurinn fannst í, voru nær alltaf í kjall- ara eða á jarðhæð í eldri húsum. Annað hvort hafði orðið vart við rottugang í hús- inu eða ummerki um rottur fundust við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.