Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1977, Qupperneq 49

Læknablaðið - 01.06.1977, Qupperneq 49
LÆKNABLAÐIÐ 109 leit. Flestir í ibúðunum voru bitnir, en mis- oft, og fór það nokkuð eftir því, hve mikið fólkið var heima og 'hvar það hafði aðsetur sitt í íbúðinni. Eftir að ráðstafanir voru gerðar til að útrýma rottunum, rottuflón- um og rottumaurunum var fólkið ekki lengur bitið. Ástæðurnar fyrir hinni hlutfallslega miklu tíðni tilfella í Hafnarfirði eru að mínum dómi þessar: Aðstæður fyrir rottur eru óvenjugóðar í 'Hafnarfirði. Bærinn er byggður á hrauni og samgönguleiðir neð- anjarðar því góðar. í eldri hluta bæjarins er skolpi enn víða hleypt beint niður í hraunið. Hitaleiðslur eru oft í eða undir gólfum og eiga rottur oft auðvelt með að komast að þeim og gera þar hreiður sín. Síðast en ekki síst má geta þess, að heil- brigðisfulltrúi bæjarins hefur verið mjög áhugasamur um að hafa upp á tilfellum, og hefur auk þess kynnt læknum bæjarins þetta vandamál. Af öðrum smádýrum, sem bíta og/eða stinga fólk hér á landi má nefna bitmýs- tegundir (Simuliidae), og soglýs Pediculus humanus og Pthirius pupis), veggjalús (Cimex lectularius) ,ýmsar flær (Siphonap- tera), ýmsa áttfætlumaura (Aca.rina), hun- angsflugu (Bombus jonellus), vespur (Vespidae) og maura (Formicidae). Eru stungur eða bit sumra þessara dýra algeng, en annarra sjaldgæf. GREINING Vart er hægt að greina bit hinna ýmsu smádýra í sundur. Bitin valda kláða og ýmiskonar útbrotum, allt frá smábólum upp í stór þykkildi. Það er því yfirleitt nauðsynlegt að finna dýrin, sem bitunum valda, greina þau og haga síðan mótað- gerðum eftir því. Stundum getur þó reynst erfitt að finna dýrin, og hef ég í slíkum tilvikum bent fólki á að leita vandlega að öllum smádýrum í íbúð sinni, einkum í svefnherbergi og ekki hvað síst í rúminu, safna dýrunum saman og senda mér. Hef ég síðan skoðað safnið og athugað, hvort bitvargur leyndist þar á meðal. Er velkom- ið að senda mér slík dýr til greiningar að Tilraunastöðinni að Keldum. Til gamans má geta þess, að í eitt skipti hafði leit að bitvargi verið árangurslaus. Ég hafði grun um, að þarna væri rottu- maur og bjóst við, að þó fólkið gæti ekki fundið maurinn, þá gæti maurinn fundið rottu. Óværulaus rotta var því sett í búr og höfð í ihúsinu í nokkra daga. Hlaut hún á heimilinu nafnið Lúsifer vegna hlut- verks síns. Við leit í rottubúrinu fannst að vísu ekki rottumaur heldur starafló. Þegar farið var inn undir þakið fannst stara- hreiður með hundruðum flóa í. Enda þótt tilraunin hafi ekki farið nákvæmlega eins og til var ætlast, má nota þessa aðferð þegar endurtekin leit að bitvargi hefur reynst árangurslaus. MEÐFERÐ Lyfjameðferð þeirra, er fyrir bitunum verða, dugar skammt til að útrýma ófögn- uðinum. Eina raunhæfa lausnin er að kom- ast fyrir uppsprettu hans. Heilbrigðisyfir- völd hafa oft á sínum snærum menn, er sjá um útrýmingu meindýra. Þegar verið er að reyna að losna við stara úr húsi, er mjög æskilegt að ná einn- ig hreiðrinu og eitra umhverfis hreiður- stæðið með skordýraeitri. Sé það ekki gert, er hætta á biti af völdum flónna næsta vor. Ef flærnar eru á annað borð komnar á kreik í húsinu, getur orðið að eitra nókkrum sinnum í því, áður en plágunni linnir. Við útrýmingu rottuflóa og rottumaura er venjulega gripið til þess ráðs að eitra fyrir rotturnar, En þegar rotturnar drep- ast, getur plágan magnast um allan helm- ing, þegar soltnir maurar og flær fara að leita sér að nýjum hýsli.. Það er því nauð- synlegt að fylgja slíkri eitrun eftir með úðun skordýraeiturs í íbúðinni. Ekki verður fjölyrt hér um útrýmingu annarra bitvarga, en aðferðir þær, er beitt er hverju sinni, fara eftir lifnaðarháttum dýranna. ÞAKKIR Ég vil þakka heilbrigðisfulltrúunum Sveini Guðbjartssyni í Hafnarfirði og Ein- ari I. Sigurðssyni í Kópavogi fyrir ýmsar upplýsingar. Einnig vil ég þakka dr. J. Cooreman, Institut Royal des Sciences Naturelles de Belgique, fyrir að staðfesta tegundargrein-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.