Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1977, Page 50

Læknablaðið - 01.06.1977, Page 50
110 LÆKNABLAÐIÐ ingar mínar á staraflónni, rottuflónni og rottumaurnum. ENGLXSH SUMMARY Humans bitten by a bird flea, a rat flea and a rat mite. Several cases of bites to humans caused by bird fleas (.Ceratopliyllus gallinea gallinae (Schrank), rat fleas (Nosopyllus fasciatus (Bosc)) and rat mites (Ornithonyssus bacoti (Hirst)) in Iceland are reported. The biology of these arthropods and methods of their eradication are discussed. Örn Bjarnason KENNSLA I HEILSUGÆZLUGREINUM f 1.—2. tbl. var þess getið, að fyrir lægi álitsgerð starfshóps, sem stjórn L.í. hefði falið að fjalla um framhaldsnám í heimilis- læ'kningum. Birtist hún hér á eftir. Nefndarmenn hafa dregið samann mik- inn efnivið varðandi framhaldsnám heim- ilislækna og sett fram ákveðnar hugmynd- ir um tilhögun námsins. Eiga þeir þakkir skildar fyrir gott starf og vel unnið verk. Þeir skilgreina heimilislækningar sem hluta heilsugæzlu. SKILGREINING HEILSUGÆZLU í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 56/ 1973 er fjallað um þetta hugtak í III. kafla: „13.1. Heilsugæzla merkir í þessum lög- um heilsuverndarstarf og allt lækninga- starf, sem unnig er vegna heilbrigðra og sjúkra, sem ekki dveljast á sjúkrahúsum.“ í 14. grein eru ákvæði um heilsu- gæzlustöðvar: ,,14.1. Setja skal á stofn heilsugæzlu- stöðvar til þess að annast heilsugæzlu sam- kvæmt lögum þessum. 14.2. Þar sem aðstæður leyfa, skal heilsu- gæzlustöð vera í starfstengslum við sjúkra- hús og þá ávallt rekinn sem hluti af því, og í sömu byggingu, sé þess kostur.“ í 21. grein segir: „21.1 Á ‘heilsugæzlustöð skal veita þjón- ustu, eftir því sem við á, svo sem hér segir: 1. Almenna læknisþjónustu, vaktþjón- ustu og vitjanir til sjúklinga. 2. Lækningarannsóknir. 3. Sérfræðilega læknisþjónustu og tann- lækningar. 4. Heilsuvernd, svo sem: a) Mæðravernd. b) Ungbarna- og smábarnavernd. c) Heimahjúkrun. d) Skólaeftirlit. e) íþróttaeftirlit. f) Atvinnusjúkdómaeftirlit. g) Berklavarnir. h) Kynsjúkdómavarnir. i) Geðvernd, áfengis- og fíknilyfja- varnir. j) Félagsráðgjöf k) Hópskoðanir og skipulagða sjúk- dómaleit. l) Sjónvernd og heyrnarvernd. Aðrar heilsuverndargreinar eftir ákvörðun ráðherra. Ráðherra getur og ákveðið, að heilbrigð- iseftirlit hafi aðstöðu í heilsugæzlustöð." í 24. grein er nánar greint frá starfssviði heilsugæzlulækna, en þeir skulu skipaðir af ráðherra og skulu þeir taka laun með tvennu móti: a) Föst laun fyrir gegningarskyldu, vakt- þjónustu, heilsuverndarstarf og ráðgjafar- þjónustu við heilbrigðiseftirlit. b) Laun samkvæmt samningi stéttar- félags lækna og Tryggingarstofnunar rík- isins fyrir almenn læknisstörf. Auk fyrrgreindra lagaákvæða, þarf að taka mið af erindisbréfi héraðslækna (Stj. tíð. B. 35/1964). Framh. á bls. 122.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.